Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

18. fundur 23. september 2015 kl. 18:00 - 21:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Hlini Baldursson aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Anna Leif Elídóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Leif Elídóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Stefnumörkun í menningarmálum

1502041

Bæjarstjóri kynnir stjórnkerfisbreytingar fyrir menningar- og safnanefnd.
Bæjarstjóri víkur af fundi kl. 18:40.

2.Írskir dagar 2015

1411125

Hallgrímur Ólafsson, verkefnastjóri Írskra daga 2015 mætir til fundar kl. 18:40. Hann greinir frá því hvernig hátíðin gekk fyrir sig. Hann er mjög ánægður með það hvernig til tókst.
Hallgrímur víkur af fundi kl. 19:40.

3.Bæjarhátíðir 2016, dagsetningar

1509315

Verkefnastjóri leggur fram tillögur að dagsetningum viðburða árið 2016.
Bæjarhátíðir á Akranesi, tillögur um dagsetningar 2016.

Menningarmálanefnd leggur til að eftirfarandi dagsetningar verði fyrir valinu fyrir hátíðahöld á Akranesi árið 2016.

Þrettándagleði á Þyrlupallinum er miðvikudaginn 6. janúar 2016
Írsku vetrardagarnir verði haldnir í samstarfi við stofnanir Akraness, félög og einstaklinga 27.-29. febrúar 2016. Þar sem keltneskri arfleifð svæðisins er gert hátt undir höfði.
Sjómannadagurinn er 5. júní 2016
Þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur á Akratorgi föstudaginn 17. júní 2016
Írskir dagar verði haldnir um allan bæ dagana 7.-10. júlí 2016
Vökudagar verði á Akranesi 27. október - 6. nóvember 2016
Jólatrésskemmtun verði á Akratorgi og jólaljósin tendruð, laugardaginn 26. nóvember, fyrstu helgina í aðventu.

4.Viðhald Kubbaleikur

1509314

Verkefnastjóri gerir grein fyrir viðhaldi á útilistaverkum.
Verkefnastjóri fór yfir viðhald í umhverfinu í kring um Kubbaleik Guttorms Jónssonar. Búið er að tyrfa í kring um verkð og laga ljóskastara í samstarfi við framkvæmdasvið.

5.Vökudagar 2015

1501398

Dagskrárdrög lögð fram.
Verkefnastjóri lagði fram drög að dagskrá Vökudaga. Hægt er að nálgast dagskrárdrög hjá verkefnastjóra og senda inn viðburði í netfangið anna.leif.elidottir@akranes.is

6.Fjárhagsáætlun menningar- og safnanefndar 2016

1508389

Fjárhagsáætlun rædd.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00