Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

24. fundur 04. febrúar 2016 kl. 17:30 - 20:20 í Garðakaffi
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Kristinn Pétursson aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Allansson deildarstjóri minjavörslu
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Ingibjörg Pálmadóttir leiðir fulltrúa menningar- og safnanefndar um sýninguna Saga líknandi handa.
Ingibjörg kynnti sýninguna og sýndi ljósmyndir frá henni. Hún benti á að tækifæri felist í tímabundnum sýningum með svipuðu sniði fyrir önnur þemu.

2.Steinaríki Íslands - endurskipulag

1602052

Jón Allansson kynnir tillögu að nýrri sýningu Steinaríkis Íslands.
Jón Allansson, deildarstjóri minjavörslu, kynnti tillögu og sýndi myndir af mögulegu útliti á nýrri sýningu á Steinaríki Íslands.

3.Bræðrapartssýning

1602053

Jón Allansson kynnir stöðu Bræðrapartssýningar.
Jón Allansson, deildarstjóri minjavörslu, rifjaði upp umfang verkefnis og sýndi bréf frá starfshópi sýningarinnar til bæjarráðs frá 30. apríl 2014. Greint var frá því hverju væri lokið og að hverju yrði unnið næst.

4.Byggðasafnið - framtíðarsýn

1602055

Rætt um framtíðarsýn safnasvæðisins, þar með talið geymslumál.
Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamála greindi frá hugmyndum sínum um stefnumótun fyrir safnasvæðið.
Jón Allansson, deildarstjóri minjavörslu, fór yfir stöðu á öðrum verkefnum sem til stendur að vinna á árinu 2016.
Forstöðumanni var falið að ræða við bæjastjóra Akraneskaupstaðar um að skapa vettvang í samráði við eignaraðila um framtíðarsýn svæðisins.
Menningar- og safnanefnd leggur til að bygging bátaskýlis sé sett í forgang.

Fundi slitið - kl. 20:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00