Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Byggðasafnið - framtíðarsýn
1602055
Forstöðumaður menningar- og safnamála upplýsir um stöðu mála varðandi málefni mannvirkja Byggðasafns.
Forstöðumaður greinir einnig frá fyrirspurn sem barst varðandi uppsetningu líkans.
Forstöðumaður greinir einnig frá fyrirspurn sem barst varðandi uppsetningu líkans.
2.Rekstur kaffihúss á Byggðasafninu í Görðum (Garðakaffi)
1604095
Forstöðumaður menningar- og safnamála leggur fram tillögu um framlengingu á samningi um rekstur á kaffihúsi á Byggðasafninu.
Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns menningar- og safnamála. Forstöðumanni falið að ganga frá samkomulagi. Jafnframt leggur nefndin til að forstöðumaður endurskoði opnunartíma safnaskála í vetur.
3.Írskir dagar 2016
1512253
Forstöðumaður menningar- og safnamála greinir frá framkvæmd hátíðarinnar.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra Írskra daga og forstöðumanni menningar- og safnamála ásamt öllum þeim sem komu að hátíðinni í ár fyrir vel unnin störf.
4.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum
1503240
Forstöðmaður menningar- og safnamála kynnir mismunandi möguleika á útfærslum merkinga.
Forstöðumaður leggur fram tillögu um staðsetningu á listaverki eftir eistneskan eldsmið.
Forstöðumaður leggur fram tillögu um staðsetningu á listaverki eftir eistneskan eldsmið.
Menningar- og safnanefnd felur forstöðumanni menningar- og safnamála að láta útbúa skilti til prufu fyrir merkingar á húsum Byggðasafnsins skv. tillögu forstöðumanns.
Nefndin leggur til að tillaga garðyrkjustjóra um staðsetningu verði höfð til hliðsjónar við uppsetningu verksins Ilmapuu eftir eistneska listamanninn Ivar Feldmann. Menningar- og safnanefnd þakkar Ivar Feldmann fyrir verkið.
Nefndin leggur til að tillaga garðyrkjustjóra um staðsetningu verði höfð til hliðsjónar við uppsetningu verksins Ilmapuu eftir eistneska listamanninn Ivar Feldmann. Menningar- og safnanefnd þakkar Ivar Feldmann fyrir verkið.
5.Listaverkasafn Akraness
1512175
Forstöðumaður menningar- og safnamála greinir frá stöðu mála.
Forstöðumaður fór yfir stöðu mála.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Fyrirspurn varðandi uppsetningu líkans rædd.