Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

35. fundur 18. október 2016 kl. 18:45 - 21:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Menningarverðlaun Akraness 2016

1610098

Forstöðumaður leggur fram lista yfir ábendingar um Menningarverðlaun Akraness 2016 sem bárust í gegnum vefinn akranes.is
Nefndin fjallaði um tilnefningar til Menningarverðlauna Akraness 2016 og var einhuga í vali sínu. Nefndin felur forstöðumanni að koma tilnefningu til bæjarráðs til staðfestingar.

2.Vökudagar 2016

1609010

Forstöðumaður kynnir drög að dagskrá.
Farið var yfir dagskrárdrög Vökudaga og auglýsingu fyrir fyrri hluta dagskrár. Nefndin lýsir ánægju sinni með frumkvæði bæjarbúa sem lýsir sér í fjölbreyttri dagskrá. Nefndin hvertur fólk til að kynna sér þá viðburði sem í boði eru í viðburðadagatali á akranes.is og á Facebook síðu hátíðarinnar.

3.Írskir dagar 2016

1512253

Forstöðumaður eða verkefnastjóri Írskra daga kynnir samantekt um hátíðina.
Forstöðumaður fór yfir skýrslu um verkefnið. Nefndin þakkar verkefnastjóra og forstöðumanni fyrir greinargóða samantekt og vel unnin störf á Írskum dögum.

4.Útilistaverk við strönd

1511348

Forstöðumaður kynnir fyrirspurn listamanns varðandi verkefnið.
Forstöðumaður kynnti fyrirspurn listamanns og honum er falið að fylgja þessu verkefni áfram.

5.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2017

1609009

Forstöðumaður kynnir verkefni til forgangsröðunnar vegna framkvæmda-og fjárfestinga í menningarmálum.
Nefndin samþykkti forgangsröðun verkefna vegna framkvæmda- og fjárfestinga í menningarmálum.

6.Jólaævintýri í Garðalundi

1610130

Gert grein fyrir hugsanlegu verkefni.
Margrét Blöndal mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir verkefninu.

Fundi slitið - kl. 21:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00