Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1."Dularfulla búðin"
1612035
Ingimar Oddsson kynnir verkefni sitt "Dularfulla búðin" fyrir nefndinni.
Ingimar Oddsson kynnti Gufupönk og hugmyndina um að setja á fót Gufupönk miðstöð á Akranesi. Nefndin þakkar Ingimar fyrir áhugaverða kynningu.
2.Listaverkasafn Akraness
1512175
Ræða mögulega staðsetningu á listaverki í eigu Akraneskaupstaðar, brjóstmynd af Pétri Ottesen eftir Gyðu L. Jónsdóttur Wells.
Nefndin velti upp nokkrum hugmyndum varðandi staðsetningar. Forstöðumanni falið að kanna hugmyndir nefndarinnar.
3.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2017
1611139
Umsóknir um styrki vegna menningarmála lagðar fram.
Nefndin fór yfir styrkumsóknir og felur forstöðumanni að koma tillögu nefndarinnar á framfæri við bæjarráð.
Fundi slitið - kl. 18:30.