Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Listaverk á Írskum dögum - styrkumsókn
1706015
Erindi kynnt
Nefndin tekur vel í erindið og felur forstöðumanni að ganga frá málinu í samræmi við tillögu forstöðumanns.
2.Írskir dagar 2017
1703036
Forstöðumaður leggur til að í ár verði markaður felldur út úr dagskrá sökum dræmrar þátttöku.
Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns.
3.Rekstur héraðsskjalasafna
1706033
Héraðsskjalavörður kynnir erindi. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar á fyrirliggjandi umsögn til Þjóðskjalasafns Íslands um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir héraðsskjalaverðir komu inn á fund varðandi þennan fundarlið.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsögn héraðsskjalavarðar til Þjóðskjalasafns Íslands um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Jafnframt leggur nefndin til að ný reglugerð verði unnin í samráði við héraðsskjalaverði og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi umsögn héraðsskjalavarðar til Þjóðskjalasafns Íslands um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna. Jafnframt leggur nefndin til að ný reglugerð verði unnin í samráði við héraðsskjalaverði og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 18:00.