Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

45. fundur 26. september 2017 kl. 17:00 - 19:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Staða verkefna í byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni - 2017

1709091

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna hjá stofnunum málaflokksins.
Forstöðumaður fór yfir stöðu verkefna hjá stofnunum málaflokksins.
Guðjón Sigmundsson vék af fundi eftir umfjöllun um Byggðasafn.
Guðmundur Claxton kom á fund eftir umfjöllun um Byggðasafn.

2.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017

1703123

Forstöðumaður kynnir undirbúningsvinnu og næstu skref.
Forstöðumaður kynnti undirbúningsvinnu og lagði til fundartíma fyrir vinnufundi. Fundartími var samþykktur með breytingum. Forstöðumanni falið að boða til fundanna.

3.Vökudagar 2017

1709053

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefnis.
Forstöðumaður kynnti stöðu undirbúnings. Barnamenning verður rauður þráður á Vökudögum 2017.

4.Menningarverðlaun Akraness 2017

1709093

Fyrirkomulag Menningarverðlauna Akraness 2017 rætt.
Forsöðumanni falið að auglýsa eftir tilnefningum um Menningarverðlaun Akraness 2017.

5.Listaverkasafn Akraness

1512175

Guðríður Sigurjónsdóttir leggur fram tillögu.
Guðríður lagði fram tillögu varðandi listaverkakaup. Nefndin var sammála um að taka þetta fyrir í fyrirhugaðri stefnumótun.

6.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum

1503240

Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna.
Forstöðumaður gerði grein fyrir stöðu mála og var jafnframt falið að koma með tillögu að áframhaldandi merkingum.

7.Jólaævintýri í Garðalundi

1610130

Forstöðumaður kynnir beiðni um áframhaldandi stuðning við verkefnið.
Menningar- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur til þriggja ára um framkvæmd Jólaævintýris í Garðalundi. Forstöðumanni falið að leggja fram drög að samningi þess efnis.

8.Írskir dagar 2018

1709130

Forstöðumaður leggur fram tillögu að breytingu varðandi greiðslu stöðugjalda vegna söluvagna á Írskum dögum.
Menningar- og safnanefnd samþykkir eftirfarandi tillögu.
"Íþrótta- og félagasamtök í Akraneskaupstað greiða ekki stöðugjöld vegna söluvagna á Írskum dögum.  Þau þurfa þó að fara í sama umsóknarferli og aðrir söluaðilar og uppfylla sömu skilyrði."

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00