Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Staða verkefna í byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni - 2017
1709091
Forstöðumaður fer yfir stöðu verkefna.
2.Opnunartími á Héraðsskjalasafni
1801047
Forstöðumaður leggur fram tillögu um breytingar á opnunartíma.
Nefndin samþykkir tillögu um breytingar á opnunartíma þannig að Héraðsskjalasafn Akraness verði framvegis opið skv. samkomulagi.
Eftir sem áður mun starfsfólk safnsins ávallt veita þjónustu þegar þau eru í húsi.
Eftir sem áður mun starfsfólk safnsins ávallt veita þjónustu þegar þau eru í húsi.
3.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar
1704074
Erindi vísað frá bæjarráði til úrvinnslu menningar- og safnanefndar.
Nefndin felur formanni og forstöðumanni að vinna að málinu.
4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2018
1801058
Umræða um viðburði ársins 2018.
Írskir vetrardagar munu fara fram 15.-17. mars, Írskir dagar 5.-8. júlí og Jólatrésskemmtun á Akratorgi 1. desember.
Ákvörðun um tímasetningu á Menningarhátíðinni Vökudagar bíður þar til ljóst er hvenær vetrarfrí grunnskólanna verður.
Ákvörðun um tímasetningu á Menningarhátíðinni Vökudagar bíður þar til ljóst er hvenær vetrarfrí grunnskólanna verður.
5.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017
1703123
Forstöðumaður leggur fram tillögu að næstu skrefum í stefnumótun í menningar- og safnamálum.
Sérstakur úrvinnslufundur nefndarinnar verður haldinn í febrúar og stefnt að því að halda opin fund um menningarmál í mars.
6.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála
1711170
Umsóknir um styrki vegna menningarmála lagðar fram.
Nefndin fór yfir styrkumsóknir og felur forstöðumanni að koma tillögu nefndarinnar á framfæri við bæjarráð. Mikil ánægja var með hversu margar umsóknir bárust að þessu sinni og þakkar umsækjendum fyrir. Nefndin telur að skerpa þurfi á áhersluatriðum í umsóknarferli og mun vinna að tillögum þess efnis.
Ingþór Bergmann Þórhallsson vék af fundi undir umfjöllun um umsókn Kórs Akraneskirkju.
Ingþór Bergmann Þórhallsson vék af fundi undir umfjöllun um umsókn Kórs Akraneskirkju.
7.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum
1503240
Forstöðumaður upplýsir um nýafstaðnar merkingar á útilistaverkum.
Merkingum var komið upp við verkin Tálbeitan eftir Bjarna Þór og Himnaríki eftir Jónínu Guðnadóttur á árinu 2017. Á næstu dögum verður komið upp merkingu við Sjómanninn á Akratorgi eftir Martein Guðmundsson.
Fundi slitið - kl. 22:00.
Jónella Sigurjónsdóttir vék af fundi.