Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

50. fundur 16. janúar 2018 kl. 18:00 - 22:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingþór B. Þórhallsson formaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Dagskrá

1.Staða verkefna í byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni - 2017

1709091

Forstöðumaður fer yfir stöðu verkefna.
Forstöðumaður kynnti stöðu verkefna á byggðasafni, bókasafni og héraðsskjalasafni. Meðal þess sem fram kom í máli forstöðumanns var að Beloxy ehf. hefur sagt upp samningi um rekstur Garðakaffis. Nefndin þakkar rekstraraðila fyrir líflegt og gott samstarf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Jónella Sigurjónsdóttir vék af fundi.

2.Opnunartími á Héraðsskjalasafni

1801047

Forstöðumaður leggur fram tillögu um breytingar á opnunartíma.
Nefndin samþykkir tillögu um breytingar á opnunartíma þannig að Héraðsskjalasafn Akraness verði framvegis opið skv. samkomulagi.
Eftir sem áður mun starfsfólk safnsins ávallt veita þjónustu þegar þau eru í húsi.

3.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar

1704074

Erindi vísað frá bæjarráði til úrvinnslu menningar- og safnanefndar.
Nefndin felur formanni og forstöðumanni að vinna að málinu.

4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2018

1801058

Umræða um viðburði ársins 2018.
Írskir vetrardagar munu fara fram 15.-17. mars, Írskir dagar 5.-8. júlí og Jólatrésskemmtun á Akratorgi 1. desember.

Ákvörðun um tímasetningu á Menningarhátíðinni Vökudagar bíður þar til ljóst er hvenær vetrarfrí grunnskólanna verður.

5.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017

1703123

Forstöðumaður leggur fram tillögu að næstu skrefum í stefnumótun í menningar- og safnamálum.
Sérstakur úrvinnslufundur nefndarinnar verður haldinn í febrúar og stefnt að því að halda opin fund um menningarmál í mars.

6.Styrkir vegna menningar- íþrótta- og atvinnumála

1711170

Umsóknir um styrki vegna menningarmála lagðar fram.
Nefndin fór yfir styrkumsóknir og felur forstöðumanni að koma tillögu nefndarinnar á framfæri við bæjarráð. Mikil ánægja var með hversu margar umsóknir bárust að þessu sinni og þakkar umsækjendum fyrir. Nefndin telur að skerpa þurfi á áhersluatriðum í umsóknarferli og mun vinna að tillögum þess efnis.

Ingþór Bergmann Þórhallsson vék af fundi undir umfjöllun um umsókn Kórs Akraneskirkju.

7.Merkingar á útilistaverkum og öðrum markverðum stöðum

1503240

Forstöðumaður upplýsir um nýafstaðnar merkingar á útilistaverkum.
Merkingum var komið upp við verkin Tálbeitan eftir Bjarna Þór og Himnaríki eftir Jónínu Guðnadóttur á árinu 2017. Á næstu dögum verður komið upp merkingu við Sjómanninn á Akratorgi eftir Martein Guðmundsson.

Fundi slitið - kl. 22:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00