Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Byggðasafnið í Görðum - ársreikningur 2017
1803134
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar ásamt sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs leggja fram ársreikning Byggðasafnsins í Görðum fyrir árið 2017 til samþykktar.
Ársreikningurinn samþykktur.
2.Ársskýrsla Bókasafns og Ársskýrsla Héraðsskjalasafns 2017
1803135
Bæjarbókavörður og Héraðsskjalavörður kynna ársskýrslur Bókasafns og Héraðsskjalasafns 2017.
Bæjarbókavörður og héraðsskjalavörður taka sæti á fundinum.
Héraðsskjalavörður kynnti ársskýrslu héraðsskjalasafns og að því búnu yfirgaf hún fundinn. Bæjarbókavörður fór því næst yfir ársskýrslu Bókasafns.
Nefndin þakkar greinargóða skýrslu.
Héraðsskjalavörður kynnti ársskýrslu héraðsskjalasafns og að því búnu yfirgaf hún fundinn. Bæjarbókavörður fór því næst yfir ársskýrslu Bókasafns.
Nefndin þakkar greinargóða skýrslu.
Fundi slitið - kl. 20:00.