Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

62. fundur 08. október 2018 kl. 18:00 - 20:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnanefndar
Dagskrá

1.Kynningarmál Byggðasafnsins 2018

1801298

Forstöðumaður kynnir hugmynd að breyttu vörumerki fyrir Byggðasafnið í Görðum.
Forstöðumaður kynnti hugmynd að breyttu vörumerki Byggðasafnsins fyrir nefndarmönnum. Forstöðumanni falið að koma með fleiri hugmyndir.

2.Menningarverðlaun Akraness 2018

1809053

Forstöðumaður leggur fram lista yfir ábendingar um Menningarverðlaun Akraness 2018 sem bárust í gegnum vefinn akranes.is.
Nefndin fór yfir innsendar tillögur og var einróma í tillögu sinni til bæjarráðs um handahafa Menningarverðlauna Akraneskaupstaðar 2018. Forstöðumanni falið að koma tillögu nefndarinnar á framfæri.

3.Vökudagar 2018

1809052

Umræða um Vökudaga 2018.
Nefndin ræddi dagskrá Vökudaga og hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt hvort sem er með því að standa fyrir viðburðum eða sækja þá.

4.Fjáhagsáætlun 2019, menningar- og safnamál

1810085

Umræður um fjárhagsáætlun málaflokksins árið 2019.
Forstöðumaður fór yfir áherslur í fjárhagsáætlun málaflokksins 2019 í samræmi við nýja menningarstefnu kaupstaðarins. Forstöðumanni falið að koma áherslum nefndarinnar inn í áætlunargerð kaupstaðarins.
Formaður og fulltrúi Hvalfjarðarsveitar yfirgefa fund.

5.Umsókn um styrk

1810080

Innsent erindi lagt fyrir nefndina.
Nefndin þakkar fyrir innsent erindi. Umsækjandi er hvattur til að sækja um menningarstyrk á vef Akraneskaupstaðar. Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. nóvember nk.

6.Málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna

1809174

Uppfærðar málsmeðferðarreglur vegna styrkumsókna lagðar fram til samþykkis nefndarinnar.
Málsmeðferðarrreglur lagðar fyrir og samþykktar af nefndinni.

7.Írskir dagar 2019

1810031

Forstöðumaður kynnir ýmsar hugmyndir tengdar Írskum dögum.
Ýmsar hugmyndir tengdar Írskum dögum voru kynntar. Rætt var m.a. um mögulega vinabæi á Írlandi.

8.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017-2018

1703123

Minnisblað bæjarbókavarðar dags. 28.09.2018 lagt fyrir.
Unnið að skilgreiningu verkefna til að framfylgja Menningarstefnu Akraness.
Minnisblað bæjarbókavarðar lagt fram. Nefndin mun hafa minnisblaðið til hliðsjónar þegar unnið verður að úrvinnslu stefnumótunar sem tengist bókasafninu. Vinnu við skilgreiningu verkefna til að framfylgja Menningarstefnu Akraness frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00