Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum 2019 og 2020
1908220
Forstöðumaður kynnir stöðu verkefna á Byggðasafni.
2.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19 - Menningarmál
2004224
Forstöðumaður kynnir stöðu á styrkveitingum og leggur fram tvær óafgreiddar styrkumsóknir.
Forstöðumanni falið að ganga frá styrkveitingum samkvæmt ákvörðun nefndarinnar.
3.Útilistaverk - miðlun
2006215
Forstöðumaður kynnir hugmynd varðandi miðlun.
Nefndi þakkar fyrir innsenda hugmynd. Hugmyndin er hins vegar ekki í takti við áherslur nefndarinnar á þessum tímapunkti.
4.Sýning á listaverkum í Vitanum
2006066
Forstöðumaður leggur fram innkomið erindi.
Nefndi þakkar fyrir erindið. Hugmyndin samræmist hins vegar ekki áherslum nefndarinnar á þessum tímapunkti.
5.Jólagleði í Garðalundi
1910065
Forstöðumaður leggur fram nýgerðan samning sem gildir til loka árs 2022.
Nefndin lýsir ánægju með að þetta góða verkefni muni halda áfram og sé búið að festa sig í sessi.
6.Málefni Bíóhallarinnar 2020-2023
2009010
Ísólfur Haraldsson hjá Vinum hallarinnar tekur sæti á fundinum. Forstöðumaður stýrir umræðum um málefni Bíóhallarinnar.
Nefndin þakkar Ísólfi komuna á fundinn og fyrir upplýsandi og góðar umræður. Nefndin leggur áherslu á að Bíóhöllin fái viðeigandi viðhald í samræmi við fyrirliggjandi ástandsskýrslu frá 2019.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Nefndin er ánægð að heyra að hljóðleiðsögn um nýja grunnsýningu er nú komin í gagnið og hvetur bæjarbúa og sveitunga til að sækja safnið heim fyrir 15. september.