Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

96. fundur 15. apríl 2021 kl. 18:15 - 20:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi. Í lok hans samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns

1908216

Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður og Erla Dís Sigurjónsdóttir héraðsskjalavörður kynna það helsta sem framundan er árið 2021.
Nefndin þakkar Halldóru og Erlu fyrir greinagóða yfirferð á starfsemi safnanna.

2.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum

2102119

Skrifstofustjóri kynnir stöðu helstu verkefna á Byggðasafninu í Görðum.

Jónella Sigurjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Skrifstofustjóra er þakkað fyrir greinagóða yfirferð um helstu verkefni á safninu. Stefnt er að opnun safnsins 15. maí næstkomandi.

3.Menningarstefna Akraness - aðgerðaráætlun 2021-2023

2103115

Áframhaldandi endurskoðun á aðgerðaráætlun menningarstefnu Akraness.
Nefndin hefur yfirfarið aðgerðaráætlun menningarstefnu Akraness fyrir árið 2021-2022. Nefndin hyggst endurskoða áætlunina árlega framvegis.

Jónella Sigurjónsdóttir víkur af fundi að þessum fundarlið loknum.

4.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2021

2012201

Skrifstofustjóri kynnir stöðu helstu mála heilt yfir málaflokkinn.
Skrifstofustjóra er þakkað fyrir greinagóða yfirferð.

5.Bæjarlistamaður Akraness 2021

2104123

Skrifstofustjóri leggur til að opnað verði fyrir tilnefningar um Bæjarlistamann Akraness 2021 meðal íbúa.
Nefndin samþykkir að opna fyrir rafrænar tilnefningar frá íbúum í gegnum vef Akraneskaupstaðar um bæjarlistamann Akraness fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 20:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00