Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

102. fundur 17. febrúar 2022 kl. 18:00 - 20:10 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ólafur Páll Gunnarsson formaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
  • Ingþór B. Þórhallsson aðalmaður
  • Guðmundur Claxton aðalmaður
  • María Ragnarsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Nefndarmennirnir Guðmundur Claxton og Helga Kristín Björgólfsdóttir taka þátt í fundinum í fjarfundir og samþykkja fundargerðina í lok fundar með rafrænum hætti.

Sigrún Ágústa Helgudóttir þjónustufulltrúi situr einnig fundinn.

1.Viðburðir 2022

2202101

Ákveðið að standa fyrir Vetrarhátíð dagana 17. til og með 20. mars næstkomandi. Stofnanir Akraneskaupstaðar og fyrirtæki verði virkjuð til sjálfprottinnar þátttöku og glæða bæjarbraginn lífi.

Frekari framvinda um skipulagningu viðburða á árinu verður til umfjöllunar á næstu fundum nefndarinnar.

2.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Frekari vinna og skipulagning verður unnin á aukafundi afmælisnefndarinar sem verður fimmtudaginn 3. mars næstkomandi kl. 18:00.

3.Hinsegin Vesturland 2022

2202102

Menningar- og safnanefnd fagnar frumkvæði samtakanna Hinsegin Vesturland á síðasta ári og mun mælast til að stofnanir bæjarins og fyrirtæki á Akranesi taki þátt í viðburði samtakanna á komandi sumri með sýnilegum hætti.

Næsti reglulegir fundur menningar- og safnarnefnar verður fimmtudaginn 10. mars kl. 18:00.

Fundi slitið - kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00