Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

112. fundur 19. október 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Ágústa Helgudóttir verkefnastjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Kristjana H. Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála
Fundargerð ritaði: Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur inn á fundinn undir þessum lið og kynnir stöðuna í málaflokknum og fjárhagsáætlunarvinnuna framundan.

Menningar- og safnarnefnd þakkar Kristjönu Helgu fyrir skýra og góða yfirferð á vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023.

2.Menningar- og safnanefnd skipurit Akraneskaupstaðar 2022

2210086

Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið og áhrif breytinga á skipuriti Akraneskaupstaðar á menningar- og safnamál.
Menningar- og safnarnefnd þakkar Steinari fyrir góða kynningu á stöðu mála er varða skipuritsbreytingar Akraneskaupstaðar 2022.

3.Menningarverðlaun Akraness 2022

2209010

Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun 2022.
Menningar- og safnanefnd ákvað á fundi sínum þann 7. september sl. að opna fyrir rafrænar tilnefningar frá íbúum um menningarverðlaun Akraness fyrir árið 2022.

Alls bárust 7 tilnefningar.

Menningar- og safnanefnd vísar tilnefningu sinni um menningarverðlaun Akraness 2022 til bæjarstjórnar og felur verkefnastjóra frekari úrvinnslu málsins.

4.Bókasafn - kaup á tækjum

2209285

Beiðni um aukafjárveitingu vegna kaupa á sjálfsafgreiðsluvél fyrir Bókasafn Akraness.
Menningar- og safnanefnd tekur undir þörf á kaupum á umgreindum búnaði.

Sviðstjóra er falið að vinna málið áfram í samvinnu við bæjarbókavörð og koma málinu í farveg við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

5.Bókasafn - viðbótarstarfsmaður

2209286

Erindi frá Halldóru Jónsdóttur bæjarbókaverði vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
Menningar- og safnanefnd tekur jákvætt í erindi bæjarbókavarðar enda samræmist erindið nútíma starfsemi bókasafna. Sviðsstjóra falin frekari úrvinnsla málsins í samráði við bæjarbókavörð og stjórnsýslu- og fjármálasvið. Menningar- og safnarnefnd vísar málinu í kjölfarið til bæjarráðs.

6.Skaginn syngur inn jólin

2111115

Styrkbeiðni frá verkefninu Skaginn syngur inn jólin lögð fram.
Menningar- og safnanefnd hefur ákveðið í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar að kaupa auglýsingu í verkefninu Skaginn syngur inn jólin að upphæð 200.000 kr.

Samþykkt 5:0

7.Hinsegin Vesturland 2022

2202102

Erindi frá Hinsegin Vesturland varðandi Hinseginhátíð á Akranesi sumarið 2023
Menningar- og safnanefnd samþykkir að hinseginhátíð Hinsegin Vesturlands verði haldin á Akranesi dagana 20.-23.júlí 2023.

Nefndin fagnar því að hátíðin verði haldin á Akranesi á komandi ári og mun koma til með að styðja við framkvæmd verkefnisins.

Samþykkt 5:0

8.Menningar- og safnanefnd - 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar

2207051

Viðburðir í tengslum við 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar.
Menningar- og safnanefnd samþykkir að farið verði í verkefni sem snýr að myndartökusvæði á Breið í tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar.

Nefndin leggur til að vinnuhópur verði myndaður og samþykkir að Ólafi Páli Gunnarssyni verði falin umsjón verkefnisins undir stjórn vinnuhóps.

Forsenda verkefnisins er að samþykki liggi fyrir frá skipulags- og umhverfisráði.

Verkefnastjóra falið frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 4:1

9.Listaverkasafn Akraneskaupstaðar

2209204

Erindi frá Erlu Dís Sigurjónsdóttur héraðsskjalaverði varðandi stefnu um listaverk í eigu Akraneskaupstaðar lagt fram.
Menningar- og safnanefnd samþykkir stefnu um listaverkaeign í eigu Akraneskaupstaðar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00