Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2023
2212093
Úrvinnsla umsókna til menningartengdra verkefna fyrir árið 2023.
2.80 ára Akraneskaupstaðar - afmælisnefnd
2102138
Í janúar 2022 á 101. fundi menningar- og safnanefndar var nefndninni falið að annast undirbúning og framkvæmd viðburða á afmælisárinu í samræmi við óskir bæjarráðs.
Amælisárið tókst vel til og voru eftirfarandi verkefni unnin í tengslum við hátíðina:
Skjaldamerki Akraneskaupstaðar var sett í sérstakan afmælisbúning og var það notað á prent- og kynningarefni á afmælisárinu.
Sendar voru afmælistertur í allar stofnanir Akraneskaupstaðar á afmælisdaginn og fengu starfsmenn kaupstaðarins að njóta góðs af.
Öllum Akurnesingum sem urðu 80 ára á árinu var formlega boðið í vígslu húsnæðisins að Dalbraut 4 og þeim færðar gjafir og afmæliskveðja.
Ljósmyndasafn Akraness annaðist og setti upp ljósmyndasýningu á Akratorgi. Á sýningunni voru myndir og texti úr 80 ára sögu kaupstaðarins.
Akurnesingum var boðið upp á afmælisköku á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn.
Sex veggir á Akranesi voru myndskreyttir af listamönnum og tiltekin fyrirtæki styrktu verkefnið.
Skautasvell var útbúið á lóð Grundaskóla.
Í lok ársins samþykkti menningar- og safnanefnd að nýta það fjármagn sem eftir var til ráðstöfunar til kaupa á leiktæki sem mun nýtast börnum á Akranesi. Leiktækinu verður komið fyrir í Garðalundi vorið 2023.
Með þessari samantekt er störfum afmælisnefndar vegna 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar formlega lokið.
Skjaldamerki Akraneskaupstaðar var sett í sérstakan afmælisbúning og var það notað á prent- og kynningarefni á afmælisárinu.
Sendar voru afmælistertur í allar stofnanir Akraneskaupstaðar á afmælisdaginn og fengu starfsmenn kaupstaðarins að njóta góðs af.
Öllum Akurnesingum sem urðu 80 ára á árinu var formlega boðið í vígslu húsnæðisins að Dalbraut 4 og þeim færðar gjafir og afmæliskveðja.
Ljósmyndasafn Akraness annaðist og setti upp ljósmyndasýningu á Akratorgi. Á sýningunni voru myndir og texti úr 80 ára sögu kaupstaðarins.
Akurnesingum var boðið upp á afmælisköku á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn.
Sex veggir á Akranesi voru myndskreyttir af listamönnum og tiltekin fyrirtæki styrktu verkefnið.
Skautasvell var útbúið á lóð Grundaskóla.
Í lok ársins samþykkti menningar- og safnanefnd að nýta það fjármagn sem eftir var til ráðstöfunar til kaupa á leiktæki sem mun nýtast börnum á Akranesi. Leiktækinu verður komið fyrir í Garðalundi vorið 2023.
Með þessari samantekt er störfum afmælisnefndar vegna 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar formlega lokið.
Fundi slitið - kl. 22:00.
Alls bárust 32 umsóknir og heildarumsóknarfjárhæðin er kr. 19.786.000 en til úthlutunar eru kr. 3.520.000.
Menningar- og safnanefnd fjallaði um málið en frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
Samþykkt 5:0