Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Sjómannadagurinn 2023
2306071
Verkefnastjóri menningar- og safnamála fer yfir samantekt eftir Sjómannadaginn sem fór fram helgina 3-4 júní.
Menningar- og safnanefnd þakkar samantektina og lýsir yfir ánægju og þakklæti með vel heppnaða Sjómannadagshelgi.
2.Írskir dagar 2023 - Stöðugjald vegna söluvagna
2306072
Farið yfir reglur varðandi söluvagna á írskum dögum, þar á meðal stöðugjald sem þarfnast í kjölfarið samþykktar hjá Bæjarráði.
Menningar- og safnanefnd samþykkir reglur varðandi söluvagna á Írskum dögum og vísar málinu til samþykkis í bæjarráði.
Samþykkt 5:0
Samþykkt 5:0
3.Listavinnuskóli 2023
2305114
Verkefnastjóri menningar- og safnanefndar kynnir stöðu Listavinnuskóla sem hófst formlega 7. júní
Menningar- og safnanefnd fagnar verkefninu enda samræmist það einstaklega vel menningarstefnu kaupstaðarins og hlakka til að fylgjast með áframhaldinu.
4.Barnamenningarhátíð 2024
2301084
Verkefnastjóri menningar- og safnamála kynnir fyrir menningar- og safnanefnd styrk fyrir Barnamenningarhátíð 2024
Menningar- og safnanefnd fagna styrkveitingu frá Barnamenningarsjóði Íslands fyrir Barnamenningarhátíð 2024. Nefndin hlakkar til að taka þátt í verkefninu ásamt öðrum hagaðilum í haust.
5.17. júní - Þjóðhátíðardagur 2023
2306077
Menningar- og safnanefnd ræðir dagskrá 17. júní og verkefnaskiptingu.
Menningar- og safnanefnd hlakka til hátíðarhalda og hvetja bæjarbúa til þátttöku á Þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Fundi slitið - kl. 18:30.