Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027
2306146
Yfirferð um fjárhagsáætlun 2024.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Menningar- og safnanefnd þakkar Kristjönu fyrir 7 mánaða fjármálayfirlit málarflokksins.
Kristjana Helga víkur af fundi.
2.Starfsáætlun viðburða 2024
2310104
Menningar- og safnanefnd fer yfir starfsáætlun viðburða árið 2023 og gerir áætlun fyrir árið 2024.
Menningar- og safnanefnd líkur við drög af starfsáætlun 2024.
3.Starfshópur um bæjarhátíð Írskra daga
2310108
Verkefnastjóri menningarmála kynnir fyrir menningar- og safnanefnd starfshóp sem mótaður hefur verið fyrir bæjarhátíð írskra daga. Nefndin mun vinna náið með hópnum og farið verður yfir það fyrirkomulag.
Menningar- og safnanefnd fagnar tilkomu starfshóps um fjölskyldu- og bæjarhátíðina Írska daga. Nefndin telur mikilvægt að hátíðin sé haldin í sátt við íbúa bæjarins.
Nefndin leggur áherslu á að hún verði virkur þátttakandi í mótun hátíðarinnar.
Nefndin leggur áherslu á að hún verði virkur þátttakandi í mótun hátíðarinnar.
4.Vökudagar 2023
2308116
Verkefnastjóri menningarmála fer yfir dagskrá Vökudaga.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála fyrir kynningu á dagskrá Vökudaga 2023 og hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt í þessari frábæru menningarhátíð Akraneskaupstaðar dagana 26.október til 5. nóvember.
Dagskrá Vökudaga verður borin út í öll hús ásamt því að vera aðgengileg á skagalif.is og samfélagsmiðlum kaupstaðarins.
Dagskrá Vökudaga verður borin út í öll hús ásamt því að vera aðgengileg á skagalif.is og samfélagsmiðlum kaupstaðarins.
5.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023
2310110
Menningar- og safnanefnd ræðir rekstrarsamning Bíóhallarinnar.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra menningarmála að boða leigutaka á næsta fund nefndarinnar þar sem hann kynnir ársreikning Bíóhallarinnar og samantekt á viðburðahaldi í húsnæðinu í samræmi við gildandi samning um rekstur Bíóhallarinnar.
6.Jól í Garðalundi
2309125
Menningar- og safnanefnd ræðir framhald Jól í Garðalundi og jólaskemmtanir kaupstaðarins.
Rekstraraðilar óska ekki eftir áframhaldandi samningi vegna Jól í Garðalundi.
Menningar- og safnanefnd þakkar rekstraraðilum fyrir vel unnin störf og gott samstarf síðastliðin ár.
Verkefnastjóra falið að koma með tillögu að viðburðum á aðventunni 2023.
Menningar- og safnanefnd þakkar rekstraraðilum fyrir vel unnin störf og gott samstarf síðastliðin ár.
Verkefnastjóra falið að koma með tillögu að viðburðum á aðventunni 2023.
Fundi slitið - kl. 19:00.