Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Útgerðasýning í nýju Bátahúsi Byggðasafnsins.
2310303
Jón Allans forstöðumaður Byggðarsafnsins fer yfir stöðuna á sýningu í bátahúsinu.
2.Endurbætur stíga og lýsing á safnasvæði
2310103
Menningar- og safnanefnd fer yfir tillögur af endurbætum á stígum og lýsingu á safnarsvæðinu.
Menningar- og safnanefnd fagnar endurbótum stíga og bættu aðgengi fyrir öll.
Nefndin felur verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafnsins að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og skipulagsráð.
Nefndin felur verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafnsins að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og skipulagsráð.
3.Íþróttasafn Íslands - geymsla muna
2303088
Farið verður yfir stöðuna á pökkun Íþróttasafnsins og næstu skref.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra og forstöðumanni Byggðasafnsins fyrir að fara yfir stöðuna á pökkun Íþróttasafnsins.
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins og Guðjón Þór Grétarsson fulltrúi Hvalfjarðasveitar yfirgefa fundinn.
4.Vökudagar 2023
2308116
Verkefnastjóri menningar- og safnanefndar fer yfir stöðuna nú þegar fyrri hluta menningarhátíðar Akraness er lokið.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir kynningu á upphafi Vökudaga og fagnar því að menningarhátíðin gangi vel. Nefndin hvetur íbúa til að halda áfram að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins. Hátíðinni líkur að kvöldi sunndagsins 5. nóvember. Enn eru margir áhugaverðir viðburðir á dagskrá, sjá nánar á skagalif.is.
5.Menningarstefna Akraness undirbúningsvinna 2023
2310305
Undirbúningur og umræður fyrir stefnumótun menningarstefnu Akraness 2023-2028
Menningar- og safnanefnd býður þess að heildarstefna Akraneskaupstaðar liggi fyrir og felur verkefnastjóra að hefja undirbúning fyrir endurskoðun á menningarstefnu Akraness.
6.Jólaskemmtanir Akraneskaupstaðar 2023
2310306
Farið verður yfir hugmyndir að jólaskemmtunum Akraneskaupstaðar 2023.
Menningar- og safnanefnd tekur vel í hugmyndir verkefnastjóra um jólamarkað í desember við Akratorg. Nefndin felur verkefnastjóra að vinna áfram að útfærslu. Öll áhugasöm um þátttöku í jólamarkaði hvött til þess að hafa samband á netfangið mannlif@akranes.is.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Stefnt er að formlegri opnun á vormánuðum.