Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
1.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023
2310110
Ísólfur Haraldsson rekstraraðili Bíóhallarinnar ásamt Ragnari Leóssyni sitja þennann lið og kynna fyrir menningar- og safnanefnd ársreikning og samantekt á viðburðarhaldi.
2.Barnaþing 2023
2311335
Barna- og ungmennaþingið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, ungmennaráðs, grunnskólanna, fjölbrautarskólans og Þorpsins og liður í innleiðingu barnvæns sveitarfélags.
7., 8. og 9. nóvember 2023 var haldið Barna- og ungmennaþing á Akranesi.
Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.
Niðurstöður þingsins verða notaðar við gerð aðgerðaráætlunar barnvæns sveitarfélags, ásamt niðurstöðum stöðumats sem lauk haustið 2023. Verkefnið er að taka saman þær aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2022-2024.
Meðfylgjandi er ályktun frá fulltrúum á barna- og ungmennaþingi 2023 sem lagt var fyrir stýrihóp um barnvænt sveitarfélags og vísað til fagráða og nefnda Akraneskaupstaðar.
7., 8. og 9. nóvember 2023 var haldið Barna- og ungmennaþing á Akranesi.
Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.
Niðurstöður þingsins verða notaðar við gerð aðgerðaráætlunar barnvæns sveitarfélags, ásamt niðurstöðum stöðumats sem lauk haustið 2023. Verkefnið er að taka saman þær aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2022-2024.
Meðfylgjandi er ályktun frá fulltrúum á barna- og ungmennaþingi 2023 sem lagt var fyrir stýrihóp um barnvænt sveitarfélags og vísað til fagráða og nefnda Akraneskaupstaðar.
Menningar- og safnanefnd þakkar ungmennum sem sóttu barna- og ungmennaþing kærlega fyrir þeirra framlag og fagna þeirri tillögu að samskipti milli bæjarins og ungmenna verði sett í betri farveg.
Þetta er gott veganesti inn í vinnu nefndarinnar er snýr að viðburðahaldi og hvetur nefndin börn og ungmenni sem hafa góðar hugmyndir til að senda okkur tölvupóst á mannlif@akranes.is.
Þetta er gott veganesti inn í vinnu nefndarinnar er snýr að viðburðahaldi og hvetur nefndin börn og ungmenni sem hafa góðar hugmyndir til að senda okkur tölvupóst á mannlif@akranes.is.
3.Styrkir til menningartengdra verkefna árið 2024
2312033
Undirbúningur auglýsinga fyrir styrkveitingar til menningartengdra verkefna árið 2024.
Menningar- og safnanefnd felur verkefnastjóra að útfæra auglýsingar fyrir menningarstyrki að lokinni seinni umræðu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar 2024.
4.Jólatorgið 2023
2312034
Verkefnastjóri fjallar um jólatorgið 2023, jólaverkefni Akraneskaupstaðar og Miðbæjarsamtakanna.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnatjóra fyrir frábæra framkvæmd og fagnar því að verkefnið Jólatorgið í samstarfi við Miðbæjarsamtökin hafi gengið vel. Nefndin vill einnig koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í markaðnum.
5.Starfsáætlun viðburða 2024
2310104
Umræður útfrá fjárhagsáætlun 2024
Þessum lið er frestað þar til annarri umferð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar er lokið.
6.Þrettándabrenna og flugeldasýning 2024
2312037
Verkefnastjóri fer yfir stöðuna varðandi Þrettándabrennu og framkvæmd viðburðarins 2024
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra fyrir kynningu á Þrettándanum 2024 og felur henni að vinna verkefnið áfram í góðu samstarfi við Þorpið og Björgunvarfélag Akraness.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Nefndin leggur til að rekstrarsamningur verði framlengdur en lagt verði áhersla á ákveðin atriði varðandi upplýsingagjöf og markaðssetningu.
Nefndin felur verkefnastjóra og sviðsstjóra mennta- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
Ísólfur og Ragnar yfirgefa fundinn.