Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

134. fundur 03. júní 2024 kl. 16:30 - 18:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðríður Sigurjónsdóttir formaður
  • Ella María Gunnarsdóttir varaformaður
  • Einar Örn Guðnason aðalmaður
  • Martha Lind Róbertsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Geir Guðnason aðalmaður
Starfsmenn
  • Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Vera Líndal Guðnadóttir Verkefnastjóri menningar- og safnamála
Dagskrá
Hjörvar tekur sæti á fundinum

1.17 júní þjóðhátíðardagur 2024

2403111

Hjörvar Gunnarsson viðburðastjóri fer yfir dagskrá Þjóðhátíðardagsins 17. júní.
Menningar- og safnanefnd þakkar Hjörvari fyrir yfirferð á glæsilegri dagskrá fyrir hátíðarhöld 17. júní.

Hvetur nefndin bæjarbúa til þess að kynna sér dagskrána á www.skagalif.is og taka þátt í dagskrá um allan bæ!

Hjörvar yfirgefur fundinn

2.Barnamenningarhátíð 2024

2301084

Verkefnastjóri menningarmála tekur saman niðurstöður eftir nýliðna Barnamenningarhátíð.
Menningar- og safnanefnd þakkar verkefnastjóra menningarmála, Veru Líndal Guðnadóttur fyrir frábært framlag við skipulag og framkvæmd Barnamenningarhátíðar.

Mennta- og menningastofnanir bæjarins fá sérstakar þakkir fyrir virka þátttöku í verkefnum Barnamenningarhátíðar.

Hátíðin virðist hafa fallið vel í kramið hjá bæjarbúum þar sem þátttaka í hátíðardagskrá var með besta móti.

3.Bæjarlistamaður Akraness 2024

2405052

Menningar- og safnanefnd fer yfir tilnefningar til Bæjarlistamanns 2024.
Farið yfir tilnefningar til bæjarslistamanns 2024
Menningar- og safnarnefnd fór yfir mjög frambærilegar tilnefningar og komst að sátt um val á bæjarlistamanni Akraness 2024. Alls bárust 42 tilnefningar og þakkar nefndin bæjarbúum fyrir góðar undirtektir.

Menningar- og safnanefnd vísar tilnefningu sinni um bæjarlistamann Akraness 2024 til samþykkis hjá bæjarstjórn.

Samþykkt 5:0

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00