Menningar- og safnanefnd
Dagskrá
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri tekur sæti á fundi.
1.Grenndargámar á safnasvæði
2304057
Menningar- og safnanefnd tekur fyrir nýja staðsetningu grenndargáma við Byggðasafnið í Görðum. Lárus Ársælsson situr fundinn undir þessum lið.
Menningar- og safnanefnd ítrekar óánægju sína á staðsetningu grenndargáma við Byggðasafnið í Görðum og vilja þá af svæðinu.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að finna gámunum varanlega staðsetningu fjarri menningarstarfsemi bæjarins og leggur til að horft verði til djúpgáma.
Nefndin þakkar Lárusi Ársælssyni fyrir innlitið og upplýsingarnar.
Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að finna gámunum varanlega staðsetningu fjarri menningarstarfsemi bæjarins og leggur til að horft verði til djúpgáma.
Nefndin þakkar Lárusi Ársælssyni fyrir innlitið og upplýsingarnar.
Lárus Ársælsson víkur af fundi.
Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins tekur sæti á fundinum
2.Útgerðasýning í nýju Bátahúsi Byggðasafnsins.
2310303
Menningar- og safnanefnd boða til fundar Jón Allansson forstöðumann Byggðasafnsins og óska eftir stöðu á sýningu í bátahúsinu.
Menningar- og safnanefnd þakkar Jóni fyrir upplýsingagjöf varðandi sýningu í Bátaskýli safnsins.
Vonbrigði að opnun sýningarinnar hafi dregist á langinn og að aðstæður séu þannig að sýningaropnun sé ófyrirséð.
Nefndin óskar eftir uppfærðri verk- og kostnaðaráætlun frá forstöðumanni safnsins varðandi sýninguna fyrir næsta fund nefndarinnar í lok ágúst.
Vonbrigði að opnun sýningarinnar hafi dregist á langinn og að aðstæður séu þannig að sýningaropnun sé ófyrirséð.
Nefndin óskar eftir uppfærðri verk- og kostnaðaráætlun frá forstöðumanni safnsins varðandi sýninguna fyrir næsta fund nefndarinnar í lok ágúst.
3.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG
2402172
Verkefnastjóri fer yfir minnisblað um fjarvarðveislurými.
Menningar- og safnanefnd fagnar því að fjargeymslumál Byggðasafnsins séu til umræðu og einhverjar mögulegar lausnir séu í sjónmáli.
Hvetur nefndin skipulags- og umhverfissvið til þess að bregðast fljótt við.
Nefndin tekur fram að hafa þarf gott samráð við forstöðumann safnsins varðandi skilyrði safnaráðs um varðveisluhúsnæði.
Hvetur nefndin skipulags- og umhverfissvið til þess að bregðast fljótt við.
Nefndin tekur fram að hafa þarf gott samráð við forstöðumann safnsins varðandi skilyrði safnaráðs um varðveisluhúsnæði.
Jón Allansson og Elín Ósk Gunnarsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar víkja af fundi.
Hjörvar Gunnarsson viðburðastjóri tekur sæti á fundinum
4.17 júní þjóðhátíðardagur 2024
2403111
Viðburðastjórar mæta á fund menningar- og safnanefndar og fara yfir hátíðarhöld 17. júní 2024.
Menningar- og safnanefnd þakkar viðburðastjórum hátíðarinnar fyrir vel heppnaðan Þjóðhátíðardag í bæjarfélaginu.
Við þökkum bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
Við þökkum bæjarbúum fyrir góða þátttöku í hátíðardagskránni.
5.Írskir dagar 2024
2405054
Viðburðarstjórar fara yfir stöðuna á Írskum dögum 2024
Menningar- og safnanefnd þakkar Hjörvari fyrir yfirferð á dagskrá Írskra daga og líst einstaklega vel á það sem í boði verður fyrir fjölskyldur á Akranesi.
Dagskráin verður borin í hús á næstu dögum og hvetur nefndin bæjarbúa til að kynna sér hana og taka virkan þátt í þessari skemmtilegu fjölskylduhátíð okkar Akurnesinga.
Nefndin vill jafnframt hvetja fólk til þess að fylgja írskum dögum á samfélagsmiðlum facebook og instagram.
Dagskráin verður borin í hús á næstu dögum og hvetur nefndin bæjarbúa til að kynna sér hana og taka virkan þátt í þessari skemmtilegu fjölskylduhátíð okkar Akurnesinga.
Nefndin vill jafnframt hvetja fólk til þess að fylgja írskum dögum á samfélagsmiðlum facebook og instagram.
Hjörvar víkur af fundi.
6.Sjómannadagurinn 2024
2406243
Verkefnastjóri fer yfir Sjómannadagshátíðina.
Menningar- og safnanefnd þakkar Björgunarfélagi Akraness fyrir einstaklega vel heppnaða Sjómannadagshátíð við Akraneshöfn.
Verkefnastjóri telur samstarfið hafa gengið afar vel og vonast til frekara samstarfs.
Verkefnastjóri telur samstarfið hafa gengið afar vel og vonast til frekara samstarfs.
Fundi slitið - kl. 19:17.