Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

2. fundur 16. október 2000 kl. 22:00
Ár 2000, mánudaginn 16. október kl. 22:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Karen Lind Ólafsdóttir, Helga Magnúsdóttir og Jóna María Örlaugsdóttir.
Auk þeirra sótti fundinn Helga Gunnarsdóttir.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Formaður gerði grein fyrir tilmælum frá bæjarráði um að Menningarsjóður verði lagður niður og fjármunum hans varið til að koma upp afsteypu af verkinu ?Fótboltamenn? eftir Sigurjón Ólafsson.

Nefndin samþykkir að mæla með því við bæjarstjórn Akraness að Menningarsjóður verði lagður niður og fjármunum hans varið í ofangreint verkefni.

2. Lagt fram uppkast að auglýsingu um samkeppni um nafn á bókasafn. Uppkastið samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Jósef H. Þorgeirsson (sign)
Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Gunnarsdóttir (sign)
Helga Magnúsdóttir (sign)
Karen Lind Ólafsdóttir (sign)
Jóna María Örlaugsdóttir (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00