Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

11. fundur 19. júní 2001 kl. 20:00 - 22:00
Ár 2001, þriðjudaginn 19. júní kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar  á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
Þessir komu til fundarins:
 Birna Gunnlaugsdóttir,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Helga Magnúsdóttir,
 Hilmar Sigvaldason,
 Karen Lind Ólafsdóttir.
Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.
 
Þetta gerðist á fundinum:
 
1. Vesturlandssamstarf um samning við menntamálaráðuneytið um menningarmál.
 Lagt er fram.
 
A. Samningur ríkis og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.
B. Stefna í menningarmálum á Austurlandi.
Málið var rætt rækilega og þótti áhugavert í alla staði og verður rætt frekar.
 
2. Starf forstöðumanns Bíóhallar.
 Ástþór Jóhannsson forstöðumaður hefur sagt starfi sínu lausu.
Rætt var um fyrirkomulag þessa starfs og þann möguleika að starfið væri sameinað öðru starfi. Ákvörðun frestað.
 
3. Lögð fram umsókn Kirkjukórs Akraness um styrk til Danmerkurferðar.
 Nefndin mælir með að kórinn fái ferðastyrk samkvæmt reglum.
 
4. Greint er frá því að Hrönn Eggertsdóttir hafi hafnað starfsstyrk bæjarlistamanns.
 
5. Fundur þessi er síðasti fundur í Menningar- og safnanefnd sem Karen Lind Ólafsdóttir situr, en hún er á förum til Danmerkur. Formaður þakkaði henni samstarfið í nefndinni og var tekið undir það af öðrum nefndarmönnum.
 Karen Lind þakkaði samstarfið.
 
   Fleira ekki gert ? fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign) Birna Gunnlaugsdóttir (sign) 
Karen Lind Ólafsdóttir (sign) Helga Magnúsdóttir (sign) 
Hilmar Sigvaldason (sign) Helga Gunnarsdóttir (sign)

 
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00