Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

18. fundur 26. febrúar 2002 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2002, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar í Bókhlöðunni.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Helga Magnúsdóttir, Hilmar Sigvaldason og Jón Gunnlaugsson.
 Auk þeirra mættu á fundinum:  Helga Gunnarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir.

Tilefni fundarins var að 30 ár voru liðin frá því að húsnæði bókasafnsins var tekið í notkun og jafnframt því, fór fram afhending á bókum sem Akraneskaupstaður hefur fest kaup á úr bókasafni sr. Björns Jónssonar, fyrrverandi sóknarprests Akranesi.  Er hér um að ræða bækur prentaðar á Leirárgörðum og Beitistöðum og er þar að finna marga góða prentgripi sem mikill fengur er að.  Var athöfnin í Bókhlöðunni öll hin ánægjulegasta.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00