Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
Ár 2002, fimmtudaginn 18. apríl kl. 20:00, kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Hilmar Sigvaldason og Jón Gunnlaugsson.
Auk þeirra sat fundinn Helga Gunnarsdóttir
Þetta gerðist á fundinum:
1. Ráðning forstöðumanns Bíóhallarinnar.
Lagðar fram umsóknir eftirtalinna manna:
Anton Harðarson kt. 231161-3689
Arinbjörn Kúld kt. 291260-5869
Árni E. Gíslason kt. 140480-4799
Ásgeir H. Gylfason kt. 220182-4529
Einar Viðarsson kt. 061072-4039
Gunnar Á. Ásgeirsson kt. 251079-3079
Ísólfur Haraldsson kt. 020279-4439
Helga Gunnarsdóttir gerði grein fyrir umsóknum og viðtölum sem hún hefur átt við umsækjendur, ásamt Einari Skúlasyni. Málið er rætt ítarlega.
Nefndin mælir með að Árni E. Gíslason og Ísólfur Haraldsson verði ráðnir til starfans.
2. Starfsstyrkur bæjarlistamanns:
Birna upplýsti að hún hafi rætt við bæjarráð um málið og í framhaldi af því var ákveðið að auglýsa styrkinn.
3. Vorferð.
Rætt um að fara í vorferð að Skógum undir Eyjafjöllum 1. maí n.k. og leggja af stað kl. 9:30 árdegis.
Nefndin samþykkir þessa ferðatilhögun.
4. Á fundinn komu Ragnheiður Guðmundsdóttir og Halldóra Jónsdóttir kl. 20:45 og var þá tekin fyrir tillaga að gjaldskrá Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi. Halldóra gerði grein fyrir tillögunni. Nefndin samþykkir tillöguna með gildistöku 1. maí n.k.
5. Vika bókarinnar 22. ? 28. apríl 2002.
Halldóra gerði grein fyrir dagskrá á degi bókarinnar 23. apríl n.k. í Bókhlöðunni.
6. Viðhald Bókhlöðunnar.
Halldóra gerði grein fyrir kostnaði við endurbætur á raflögnum í Bókhlöðunni, á fyrstu hæð, sem er kr. 5.170.176. Hún leggur fram bréf til bæjarráðs, dags. 9. apríl 2002 og svar bæjarritara, dags. 11. apríl 2002, sem tilkynnir að ákveðið hafi verið að ræða málið við sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Jósef H. Þorgeirsson (sign) Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
Helga Gunnarsdóttir (sign) Halldóra Jónsdóttir (sign)
Ragnheiður Guðmundsdsóttir (sign) Hilmar Sigvaldason (sign)