Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

30. fundur 29. nóvember 2004 kl. 17:00 - 18:20

30. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn Bókasafni Akraness,  Heiðarbraut 40, 29. nóvember 2004 og hófst fundurinn kl. 17:00



Mætt:
Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður
Jósef Þorgeirsson
Jón Gunnlaugsson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi sveitarfélaga sunnar Skarðsheiðar.

Einnig sátu  fundinn Halldóra Jónsdóttir bæjarbókarvörður, Kristján Kristjánsson héraðsskjalavörður og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:


1.  Fjárhagsáætlun Bóksafns Akraness og Héraðsskjalasafns Akraness.
Kristján Kristjánsson gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins. Hann gerði að umtalsefni starfskjör héraðsskjalavarðar og lýsti því yfir að hann mundi ekki gegna þessu starfi áfram að óbreyttu. Hans skoðun er sú að starf héraðsskjalavarðar þurfi að verða fullt starf auk þess sem gera þurfi áfram ráð fyrir skráningu ljósmynda í ljósmyndasafnið á vefinn.  Menningarmála- og safnanefnd bókaði eftirfarandi: Menningarmála- og safnanefnd óskar eftir því við bæjarráð að  starfskjör héraðsskjalavarðar verði endurskoðuð sem og starfsskilyrði héraðsskjalasafnsins þannig að þau verði viðunandi. Menningarmála- og safnanefnd lýsir yfir ánægju með störf héraðsskjalavarðar. Halldóra Jónsdóttir gerði að umtalsefni kjör bæjarbókavarðar. Fjárhagsáætlun bókasafnsins er með hefðbundnu sniði en gert er ráð fyrir um 20% stöðuaukningu frá og með næsta hausti. Menningarmála- og safnanefnd vill leggja áherslu á að brýn þörf er á að gera úrbætur í öryggismálum safnanna og taka ákvarðanir um húsnæðismál safnanna til framtíðar.

 

2. Önnur mál

Næsti fundur verður 18. desember kl. 18:00
 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00