Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
37. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 5. september 2005 í fundarherbergi bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.
Mættir voru: Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður
Jón Gunnlaugsson
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Jósef H. Þorgeirsson
Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Vökudagar.
Rætt um fyrirkomulag Vökudaga, tengingu við afmæli Tónlistarskólans, mögulega atburði og fleira tengt undirbúningi viðburða.
Ákveðið að formaður og bæjarritari vinni áfram að undirbúningi málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.
2. Starfsstyrkur listamanns.
Málið rætt.
3. Önnur mál.
Ákveðið að næsti fundur verði þann 15. september n.k.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.