Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
52. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 25. október 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00.
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Hjördís Garðarsdóttir
Varamaður: Ólafur Helgi Haraldsson
Auk þeirra, Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Fyrir tekið:
1. Menningarráð Vesturlands. Viðræður við menningarfulltrúa.
Á fundinn kom Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands. Elísabet kynnti starfsemi menningarráðsins og hlutverk sitt sem menningarfulltrúa. Einnig kynnti hún undirbúning að úthlutunarreglum styrkja fyrir næsta ár, en reiknað er með að menningarráð úthluti um 23 milljónum króna til menningarverkefna á Vesturlandi á árinu 2007.
2. Vökudagar.
Bæjarritari kynnti dagskrá Vökudaga og þann undirbúning sem í gangi er. Einnig rætt um setningu Vökudaga í Vinaminni, föstudaginn 3. nóvember kl. 16:00, boðslista vegna gesta og veitingu viðurkenninga. Áfram verður haldið nauðsynlegum undirbúningi í samræmi við umræður á fundinum.
3. Önnur mál.
-
Bæjarritari vakti athygli nefndarmanna á úttekt á menningarstarfsemi og samstarfsmöguleikum á sviði menningarmála í Reykjavík, Árborg, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akranesi sem gerð var s.l. vor af Reykjavíkurakademíunni. Nefndarmenn munu kynna sér skýrsluna.
-
Samþykkt að nefndin fari í heimsókn í Borgarbyggð og kynni sér starfsemi sveitarfélagsins í menningarmálum. Bæjarritara falið að annast nauðsynlegan undirbúning.
-
Rætt um húsnæðismál bókasafns og málefni ljósmyndasafns.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.