Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
60. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 15. ágúst 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Þorgeir Jósefsson
Valgarður Jónsson.
Varamaður: Rún Halldórsdóttir
Ólafur Haraldsson
Auk þeirra,
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Fyrir tekið:
1. Bréf bæjarritara dags. 9/8 2007, þar sem óskað er eftir hugmyndum menningarmála- og safnanefndar um aukið samstarf við Hvalfjarðarsveit í menningarmálum.
Farið var yfir ýmsar hugmyndir sem taldar koma til greina. Formanni og bæjarritara falið að ganga frá minnisblaði til viðræðunefndar sveitarfélaganna um þau atriði sem rætt var um á fundinum sem möguleg samstarfsverkefni.
2. Írskir dagar. Minnisblað bæjarstjóra dags. 19/7 2007 um framvindu hátíðarinnar. Viðræður við Tómas Guðmundsson og Ólöfu Guðnadóttur, markaðsfulltrúa.
Rætt var um hvernig til hafi tekist með fyrirkomulag Írskra daga árið 2007.
3. Húsnæðismál stofnana sem heyra undir menningarmála- og safnanefnd.
Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu mála.
4. Vökudagar 2007 ? áherslur og undirbúningur.
Málið rætt. Ákveðið að auglýsa eftir aðilum sem vilja standa fyrir viðburðum á Vökudögum þetta árið. Einnig rætt um undirbúning og fleira því tengdu.
5. Önnur mál.
Valgarður spurðist fyrir um listaverk sem fjarlægt var við Langasand. Bæjarritari upplýsti um málið.