Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
64. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:30.
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Hjördís Garðarsdóttir
Þorgeir Jósefsson
Bergþór Ólason
Valgarður L. Jónsson
Auk þeirra Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi og
_____________________________________________________________
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
Fyrir tekið:
1. Að loknum Vökudögum. Minnispunktar bæjaritara lagðir fram.
Rætt var um skipulag Vökudaga, viðburði og hvernig til hafi tekist. Það var mál nefndarmanna að dagarnir hafi tekist í megin atriðum afar vel og færir menningarmála- og safnanefnd þeim fjölmörgu aðilum sem komu að viðburðum, undirbúningi og skipulagningu Vökudaga 2007 kærar þakkir fyrir þeirra framlag.
Menningarmála- og safnanefnd samþykkir að fela markaðsfulltrúa og bæjarritara að standa fyrir opnum fundi um framkvæmd Vökudaga 2007 og undirbúningi Vökudaga 2008, sem haldinn verði fimmtudaginn 22 n.k.
2. Fjárhagsáætlun 2008.
Bæjarritari kynnti nefndarmönnum tillögu að fjárhagsáætlun eins og hún liggur nú fyrir til menningarmála.
3. Menningarstefna fyrir Akranes.
Rætt um hvort stefna skuli að því að setja upp sérstaka menningarstefnu fyrir Akraneskaupstað. Ákveðið að taka málið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
4. Erindisbréf fyrir menningarmála- og safnanefnd.
Samþykkt að beina því til bæjarráðs að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.