Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

65. fundur 27. desember 2007 kl. 17:00 - 18:20

65. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn fimmtudaginn 27. desember 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Þorgeir Jósefsson

                        Valgarður L. Jónsson

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð. 


  

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

1.     Nýtt bókasafn.  Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og Smáragarðs ehf um kaup á húsnæði á Dalbraut 1 undir bóka, skjala og ljósmyndasafn.

Menningarmála- og safnanefnd fagnar einróma samþykkt bæjar-stjórnar um nýtt húsnæði fyrir starfsemi bóka, skjala- og ljósmyndasafn.

Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir stöðu mála.

 

2.    Heimild til ráðningu á starfsmanni í 50% starf við Ljósmyndasafn Akraness.

Menningarmála- og safnanefnd fagnar einróma samþykkt bæjar-stjórnar um ráðningu starfsmanns við ljósmyndasafnið og væntir þess að ráðningin verði upphaf öflugri starfsemi.  Safnið hefur löngu sannað gildi sitt og því er það fyllilega við hæfi að nú þegar fagnað er 5 ára afmæli safnsins skuli starfsemi þess efld með þessum hætti.

Menningarmála- og safnanefnd óskar eftir að forstöðumaður ljósmyndasafnsins útbúi drög að erindisbréfi og verksviði starfs-mannsins og leggi fyrir nefndina.

 

3.  Bréf bæjarstjórnar Akraness dags. 20.12.2007, þar sem vísað er til umsagnar erindi Snorrastofu dags. 30.12.2007 um endurnýjun samnings til reksturs Snorrastofu.

Samþykkt að nefndin fari í kynnisferð í Reykholt og kynni sér starfsemina þar áður en afstaða verður tekin til erindisins.  Bæjarritara falin undirbúningur málsins. 

 

4.     Erindisbréf fyrir Menningarmála- og safnanefnd.  Meðfylgjandi eru drög að nýju erindisbréfi ásamt því sem er í gildi.

Málið rætt.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

5.     Vökudagar.  Minnispunktar formanns vegna fundar sem haldinn var 14/12 s.l. í Skrúðgarðinum um Vökudaga.

Formanni falið að fylgja málinu eftir við markaðsfulltrúa og forstöðu-menn stofnana.

 

6.    Skipulag menningarmála.

Bæjarritari lagði fram minnispunkta um breytt skipulag í menningar- og safnamálum á Akranesi, dags. 27. desember 2007.  Málið rætt, umræðu frestað til næsta fundar.

 

7.    Önnur mál.

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útgáfu á Sögu Akraness.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00