Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

68. fundur 05. febrúar 2008 kl. 17:00 - 19:10

68. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 5. febrúar 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.


 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Þorgeir Jósefsson

                        Valgarður L. Jónsson

                        Bergþór Ólason

Varamaður:     Rún Halldórsdóttir

 

Auk þeirra Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi, og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð. 


 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir tekið:

  

1.    Umsóknir styrki - viðræður við Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúa.

Tómas gerði grein fyrir umsóknum vegna mótvægisaðgerða á sviði ferðaþjónustu.  Um er að ræða umsóknir vegna þriggja verkefna, ?Orkuhringur og Framtíðarhús?, ?Viskubrunnur ? fróðleiksmiðstöð fyrir gesti og ferðamenn?, og ?Þjóðarskútan Sigurfari?.

 

2.   Írskir dagar - umræður um fyrirkomulag og umfang vegna 2008.

            Málið rætt.

 

3.    Viðræður við Þorvald Friðriksson, fornleifafræðing um Gelíska arfleið á Íslandi.

            Þorvaldur gerði nefndinni grein fyrir rannsóknum sínum á arfleið Íslendinga, hvernig hann tengir Gelíska arfleið við Íslandssöguna og tengsl Akraness og nágrennis við þann arf.  Ræddi hann möguleika á að útfæra menningartengda ferðaþjónustu á Akranesi við Gelíska arfleið með hliðsjón af rannsóknum sínum, sér í lagi í tengslum við Írska daga.  

 

4.      Samningur við Snorrastofu.

Tillaga að samstarfssamningi lögð fram og samþykkt að leggja til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00