Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)
69. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn þriðjudaginn 1. apríl 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir: Magnús Þór Hafsteinsson, formaður
Þorgeir Jósefsson
Valgarður L. Jónsson
Bergþór Ólason
Hjördís Garðarsdóttir
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fyrir tekið:
1. Dagsetning Írskra daga.
Nefndin samþykkir að Írskir dagar skulu haldnir fyrstu helgi júlímánaðar, dagana 4. ? 6. júlí 2008. Ákveðið er að nefndin fundi að viku liðinni til umræðna um tilhögun og umfang hátíðarinnar.
2. Nýtt skipulag menningar- og safnamála á Akranesi.
Málin rædd. Nefndin er sammála um gagnsemi tillögunnar en Hjördís áréttar að aðkoma ýmissa fagaðila á sviði menningarmála verði tryggð við nánari útfærsluog mótun á starfi Akranesstofu.
3. Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40