Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

10. fundur 13. september 2021 kl. 16:30 - 18:00 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Sigríður Margrét Matthíasdóttir aðalmaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Kristín Þóra Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Sylvía Kristinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir félagsrmálastjóri
Dagskrá

1.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur

2106089

Kynning frá starfshópi um uppbyggingingu Fjöliðjunnar á grunnhugmynd að aðaluppdrætti að uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstaðar.
Guðmundur Páll Jónsson, Emma Rakel Björnsdóttir, Svala Hreinsdóttir og Ragnar B. Sæmundsson fulltrúar frá starfshópi um uppbyggingu Fjöliðjunnar sátu fundinn undir kynningu málsins. Notendaráð þakkar starfshópnum fyrir kynninguna. Notendaráð gerir ekki athugasemdir við innra skipulag hússins. Notendaráð leggur hins vegar áherslu á að gengið verði frá lóðasamningum áður en til útboðs kemur þannig að tryggja megi örugga umferð flutningabíla til og frá húsinu og nægjanlega fjöld bílastæða fyrir starfsemina.
Notendaráð hvetur til samstöðu um þetta nauðsynlega verkefni svo framkvæmd verkefnisins tefjist ekki meir en þegar er orðið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00