Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
Berglind Jóhannesdóttir, ráðgjafaþroskaþjálfi sat fundinn.
1.Stoð- og stuðningsþjónusta - umsókn um starfsleyfi.
Sameiginlegur fundur með Öldungaráði.
2104152
Málið er tekið fyrir á sameiginlegum fundi með Öldungaráði.
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar óskar eftir umsögn Notendaráðs varðandi umsókn um starfsleyfi í stuðnings- og stoðþjónustu. Gæða-og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú til meðferðar tvær umsóknir frá Ara Grétari Björnssyni kt. 231163-4689 f.h. Allirsáttir ehf. kt. 520121-3660. Umsóknirnar byggjast á 10. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 og einnig 7. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020
Umsóknir eru dags. 23. júní 2020 og 13. apríl 2021.
Sótt er um starfsleyfi til að veita eftirfarandi þjónustu:
Stuðnings- og stoðþjónustu, sbr. 26. gr. laga nr. 40/1991 og 8. gr. laga nr. 38/2018.
Samkvæmt gögnum hyggst umsækjandi sinna heimsendingu matar og liðveislu (stuðnings- og stoðþjónustu).
Umsögnin skal byggja á málefnalegum rökum. Ennfremur er vakin athygli á því að lögum samkvæmt er óheimilt að afgreiða starfsleyfi sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga liggi umsögn notendaráðs ekki fyrir. Er því brýnt að brugðist sé við beiðni þessari.
Óskað er eftir að umsögnin berist sem fyrst en eigi síðar en innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessa bréfs sbr. eða þann 13. maí. nk.
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar óskar eftir umsögn Notendaráðs varðandi umsókn um starfsleyfi í stuðnings- og stoðþjónustu. Gæða-og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur nú til meðferðar tvær umsóknir frá Ara Grétari Björnssyni kt. 231163-4689 f.h. Allirsáttir ehf. kt. 520121-3660. Umsóknirnar byggjast á 10. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020 og einnig 7. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita þjónustu við fatlað fólk nr. 856/2020
Umsóknir eru dags. 23. júní 2020 og 13. apríl 2021.
Sótt er um starfsleyfi til að veita eftirfarandi þjónustu:
Stuðnings- og stoðþjónustu, sbr. 26. gr. laga nr. 40/1991 og 8. gr. laga nr. 38/2018.
Samkvæmt gögnum hyggst umsækjandi sinna heimsendingu matar og liðveislu (stuðnings- og stoðþjónustu).
Umsögnin skal byggja á málefnalegum rökum. Ennfremur er vakin athygli á því að lögum samkvæmt er óheimilt að afgreiða starfsleyfi sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga liggi umsögn notendaráðs ekki fyrir. Er því brýnt að brugðist sé við beiðni þessari.
Óskað er eftir að umsögnin berist sem fyrst en eigi síðar en innan fjögurra vikna frá dagsetningu þessa bréfs sbr. eða þann 13. maí. nk.
Sameiginleg niðurstaða Notendaráðs um málefni fatlaðs fólks á Akranesi og Öldungaráðs er að veita Ara Grétari Björnssyni f.h. Allirsáttir ehf. jákvæða umsögn út frá upplýsingum frá starfsmönnum Velferðar- og mannréttindasviðs af samstarfi við hann og af hans störfum.
2.Ylfa ehf. - umsögn vegna starfsleyfisumsóknar
2104209
Þann 13. maí 2020 barst Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) umsókn frá Sóleyju Guðmundsdóttur f.h. Ylfu ehf. til að reka stuðnings- og stoðþjónustu skv. 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og 8. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Var notendaráðum fatlaðs fólks tilkynnt um fyrirhugaða útgáfu starfsleyfis þann 9. apríl sl. Óskað var eftir frekari upplýsingum frá GEF um starfsemi Ylfu og þau gögn sem að baki vinnslu umsóknarinnar liggja. Í bréfi þessu er stutt lýsing á starfsemi Ylfu auk upplýsinga um hvaða gögn eru til grundvallar vinnslu GEF á umsókn þessari um starfsleyfi.
Þjónusta Ylfu ehf.
Ylfa er félag sem stofnað var árið 2007. Félagið veitir sveigjanlega notendastýrða þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þess sem og þjónustu vegna félagslegra erfiðleika barna og fullorðinna. Einnig veita starfsmenn Ylfu ráðgjöf um uppeldi, heimilishald, félagsþátttöku og eftirfylgd ásamt mati á stuðningsþörf. Þjónustan er alltaf veitt inn á heimili á grundvelli samnings um kaup á þjónustu Ylfu. Sveitarfélög og einstaklingar sem eru með beingreiðslusamning eða NPA samning geta óskað eftir þjónustu Ylfu sem útvegar starfsfólk en tekur ekki að sér umsýslu.
Er nú frestur, þar sem notendaráðum ef gefinn kostur á að veita umsögn um starfsleyfisumsókn Ylfu, framlengdur og rennur út þann 18. maí nk.
Þjónusta Ylfu ehf.
Ylfa er félag sem stofnað var árið 2007. Félagið veitir sveigjanlega notendastýrða þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þess sem og þjónustu vegna félagslegra erfiðleika barna og fullorðinna. Einnig veita starfsmenn Ylfu ráðgjöf um uppeldi, heimilishald, félagsþátttöku og eftirfylgd ásamt mati á stuðningsþörf. Þjónustan er alltaf veitt inn á heimili á grundvelli samnings um kaup á þjónustu Ylfu. Sveitarfélög og einstaklingar sem eru með beingreiðslusamning eða NPA samning geta óskað eftir þjónustu Ylfu sem útvegar starfsfólk en tekur ekki að sér umsýslu.
Er nú frestur, þar sem notendaráðum ef gefinn kostur á að veita umsögn um starfsleyfisumsókn Ylfu, framlengdur og rennur út þann 18. maí nk.
Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar hefur nýtt sér þjónustu Yflu ehf. m.a. hvað varðar heimaráðgjöf og þjálfun. Reynsla Akraneskaupstaðar af þjónustu frá Ylfu ráðgjöf hefur verið þannig að hún er fagleg, einstaklingsmiðuð og til þess gerð að bæta lífsgæði þjónustuþega. Samskipti hafa öll verið byggð á virðingu og trausti.
Byggt á fyrirliggjandi gögnum frá Gæða- og eftirlitsstofnun mælir notendaráð með að umrætt leyfi verði veitt.
Byggt á fyrirliggjandi gögnum frá Gæða- og eftirlitsstofnun mælir notendaráð með að umrætt leyfi verði veitt.
3.Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk
2009212
Velferðar- og mannréttindaráð vísar drögum að reglum um akstursþjónustu Akraneskaupstaðar fyrir fatlað fólk til umsagnar í Notendendaráði.
Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi fagnar því að drög að reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk séu til endurskoðunar með það að leiðarljósi að bæta lífsgæði fatlaðs fólks á Akranesi.
Notendaráðið lýsir yfir ánægju með drögin eins og þau liggja fyrir dag enda hefur tillit verið tekið til fyrri ábendinga ráðsins varðandi reglur um akstursþjónustu.
Notendaráð leggur áherslu á það að reglurnar verði vel kynntar fötluðum á Akranesi.
Notendaráðið lýsir yfir ánægju með drögin eins og þau liggja fyrir dag enda hefur tillit verið tekið til fyrri ábendinga ráðsins varðandi reglur um akstursþjónustu.
Notendaráð leggur áherslu á það að reglurnar verði vel kynntar fötluðum á Akranesi.
Fundi slitið - kl. 17:15.