Fara í efni  

Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi

21. fundur 07. október 2024 kl. 16:15 - 18:20 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Halldór Jónsson aðalmaður
  • Ágústa Rósa Andrésdóttir aðalmaður
  • Böðvar Guðmundsson aðalmaður
  • Sólveig Salvör Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi
Fundargerð ritaði: Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
Dagskrá

1.Atvinna með stuðningi (AMS) - tækifæri hjá Akraneskaupstað

2409282

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og atvinnumálafulltrúi hjá Fjöliðju ásamt Silvíu Kristjánsdóttur iðjuþjálfa, kynna atvinnuúrræði Vinnumálastofnunar fyrir fólk með skerta vinnugetu undir heitinu; atvinna með stuðningi (AMS), og velta upp mögulegum atvinnutækifærum fyrir þann hóps fólks hjá Akraneskaupstað.

Notendráð þakkar Ingibjörgu Freyju og Silvíu fyrir kynningu á hugmyndum um að auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks á Akranesi. Ráðið tekur undir metnaðarfulla sýn þeirra og mun leggja sitt af mörkum svo að sú sýn rætist.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs sat fundinn undir þesum lið.

2.Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla - Uppbygging á húsnæði

2201071

Kalmansvellir 5 - áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla. Staðan á málinu verður kynnt.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður skipulags- og umhverfisráðs og Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs komu inn á fundinn að beiðni formanns notendaráðs til viðræðna um stöðuna á Kalmannsvöllum 5, áhaldahús, Fjöliðja vinnuhluti og Búkolla.
Staða málsins var kynnt.

3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- og framkvæmd verkefnisins.
Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður skipulags- og umhverfisráðs og Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs komu inn á fundinn að beiðni formanns notendaráðs til viðræðna um stöðuna á uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar.
Á fundi notendaráðs í maí sl. kom fram í máli Einars Brandssonar formanns bæjarráðs og Kristins Halls Sveinssonar formanns velferðar - og mannréttindaráðs að áformað væri að útboð á byggingarétti samfélagsmiðstöðvar færi fram á haustmánuðum 2024. Í máli Ingþórs Guðjónssonar og Kristins Halls Sveinssonar kom nú fram að breið samstaða væri í bæjarstjórn Akraness um framgang málsins og að enn væri stefnt að útboði á haustmánuðum.
Notendaráð leggur afar þunga áherslu á að bæjarstjórn Akraness standi við margítrekaða stefnumótun sína í byggingu samfélagsmiðstöðvarinnar og að sú stefnumótun komi skýrt fram í forgangsröðun í fjárhags- og fjármálaáætlun næstu ára.

4.Notendasamningar - yfirlit

2409293

Yfirlit og umræða um NPA- og notendasamninga.
Kynnt þjónustuform notendasamninga og fjöldi slíkra samninga hjá Akraneskaupstað.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00