Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi
Dagskrá
1.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Staðan á uppbyggingu búsetukjarnans við Skógarlund 42. Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs, Einar Brandsson og Aníta Eir Einarsdóttir ráðsmenn í velferðar- og mannréttindaráði mæta til umræðna við notendaráð um málefnið.
2.Saman á skaga 2024
2407138
Virkniverkefnið Saman á skaga hefur undanfarin ár verið starfrækt með fjármagni frá ríkinu fyrst um sinn og síðan Akraneskaupstað og verið unnið gegn verktakagreiðslum af nokkrum aðilum. Bókað var í Velferðar- og mannréttindaráði árið 2023 að gera þyrfti ráð fyrir fjármagni að upphæð kr. 2.5 milljónir fyrir verkefnið á árinu 2024 í fjárhagsáætlun. Að sama skapi var óformlega rætt um að næstu ár yrðu með svipuðum hætti. Í aðdraganda fjárhagsáætlunar 2025 var gert ráð fyrir fjármagni til að halda verkefninu áfram og beiðni þess efnis sett inn í fjárhagsáætlunargerð. Sú hækkun skilaði sér ekki inn á viðeigandi lykil.
Á fund Velferðar- og mannréttindaráð 21. janúar sl. staðfesti ráðið að ekki fékkst fjármagn í verkefnið í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2025. Ráðið leggur áherslu á að frístundastarfi fatlaðs fólks verði fundinn viðeigandi vettvangur innan bæjarfélagsins.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráð, Einar Brandsson og Aníta Eir Einarsdóttir ráðsmenn í velferðar- og mannréttindaráði mæta til umræðna við notendaráð um málefnið.
Á fund Velferðar- og mannréttindaráð 21. janúar sl. staðfesti ráðið að ekki fékkst fjármagn í verkefnið í fjárhagsáætlunargerð fyrir 2025. Ráðið leggur áherslu á að frístundastarfi fatlaðs fólks verði fundinn viðeigandi vettvangur innan bæjarfélagsins.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráð, Einar Brandsson og Aníta Eir Einarsdóttir ráðsmenn í velferðar- og mannréttindaráði mæta til umræðna við notendaráð um málefnið.
Notendaráð lýsir yfir vonbrigðum með stöðu þessa máls. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem ekki sé samhljómur milli kjörinna fulltrúa í velferðar- og mannréttindaráði annars vegar og embættismanna bæjarfélagsins hins vegar um hvað fór í raun úrskeiðis í meðferð málsins við gerð fjárhagsáætlunar. Einnig eru vinnubrögð eftir að í ljós kom að ekki er fjárveiting til verkefnisins hörmuð. Í stað þess að kynna málið rækilega fyrir þeim viðkvæma hópi sem þarna á í hlut er hann skilinn eftir í fullkominni óvissu um framhaldið. Í því ljósi skorar ráðið á Bæjarstjórn Akraness að eyða nú þegar þeirri óvissu sem ríkir um málið með úthlutun fjármuna til verkefnisins af öðrum gjaldaliðum fjárhagsáætlunar.
3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins
2205146
Umræða um húsnæðismál Fjöliðju / Samfélagsmiðstöðvar. Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs, Einar Brandsson og Aníta Eir Einarsdóttir ráðsmenn í velferðar- og mannréttindaráði mæta til umræðna við notendaráð um málefnið.
Fram kom í máli ráðsmanna í velferðar- og mannréttindaráði á fundinum að þrátt fyrir fullyrðingar Kristins Halls Sveinssonar formanns velferðar- og mannréttindaráðs og Guðmundar Ingþórs Guðjónssonar formanns skipulags- og umhverfisráðs á fundi notendaráðs þann 7.október 2024 um breiða samstöðu í bæjarstjórn um útboð á byggingu Samfélagsmiðstöðvar á haustmánuðum 2024, enda engin fjárútlát vegna verkefnisins fyrstu misseri framkvæmdanna, væri nú engu hægt að svara hvort og þá hvenær útboð byggingarinnar færi fram. Sá skyndilegi viðsnúningur mætti rekja til bágrar fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og framhald byggingarinnar réðist nú af mögulegri lóðasölu í bæjarfélaginu.
Notendaráði er orða vant vegna stöðu málsins. Nú tæpum sex árum eftir að hús Fjöliðjunnar skemmdist mikið í eldi virðist farsæl lausn málsins fjarlægjast með hverjum mánuðinum sem líður. Þrátt fyrir fögur fyrlrheit og loforð bæjarfulltrúa allra flokka æ síðan er nú svo komið að uppbygging þessa húsnæðis sem fellur undir lögbundnið hlutverks sveitarfélagsins er háð duttlungum í lóðasölu frá ári til árs. Það liggur í augum uppi að sú staða er ekki sæmandi nokkru samfélagi.
Í ljósi reynslunnar fer notendaráð ekki fram á frekari loforð frá bæjarfulltrúum en treystir því að hinn almenni bæjarbúi leggi sín lóð á vogarskál þess að Fjöliðjan fái að nýju sérhannað hús undir starfsemi sína. Því verður vart trúað að bæjarbúar sætti sig við að þegar þrengir að fjárhag skuli það fyrst bitna á lögbundnum verkefnum er snúa að þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér.
Notendaráði er orða vant vegna stöðu málsins. Nú tæpum sex árum eftir að hús Fjöliðjunnar skemmdist mikið í eldi virðist farsæl lausn málsins fjarlægjast með hverjum mánuðinum sem líður. Þrátt fyrir fögur fyrlrheit og loforð bæjarfulltrúa allra flokka æ síðan er nú svo komið að uppbygging þessa húsnæðis sem fellur undir lögbundnið hlutverks sveitarfélagsins er háð duttlungum í lóðasölu frá ári til árs. Það liggur í augum uppi að sú staða er ekki sæmandi nokkru samfélagi.
Í ljósi reynslunnar fer notendaráð ekki fram á frekari loforð frá bæjarfulltrúum en treystir því að hinn almenni bæjarbúi leggi sín lóð á vogarskál þess að Fjöliðjan fái að nýju sérhannað hús undir starfsemi sína. Því verður vart trúað að bæjarbúar sætti sig við að þegar þrengir að fjárhag skuli það fyrst bitna á lögbundnum verkefnum er snúa að þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér.
4.Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2025
2411187
Málið var tekið fyrir á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. janúar 2025. Málinu var vísað til umsagnar í notendaráði.
.
.
Notendaráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögu að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir stuðnings- og stoðþjónustu. Jafnframt er ráðið hlint þeirri nálgun sem unnið er eftir varðandi greiðslu fyrir þjónustuna út frá tekjuskiptingu.
5.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
2502154
Vinnuskólinn hefur mörg undanfarin ár séð um að bjóða ellilífeyrisþegum og öryrkjum garðslátt gegn vægu gjaldi sem er 75% niðurgreitt af sveitarfélaginu. Einn hópur, sem samanstendur af fjórum unglingum og einum flokkstjóra, hefur séð um þessa þjónustu.
Innheimt þóknun vegna þjónustunnar mætir aðeins litlum hluta af raunkostnaði. Sá þáttur hefur þó ekki vegið þyngst heldur sá útgangspunktur að þjónusta þá sem ekki geta séð um að slá sína garða sjálfir.
Síðustu ár hefur hins vegar komið til tals að Vinnuskólinn hætti þessari þjónustu.
Ástæðurnar eru nokkrar:
-
Vinnuskólinn á ekki og hefur í raun ekki heimildir til að vera í slíkri starfsemi í samkeppni við verktaka eða aðra einkaaðila sem hafa áhuga á að bjóða þessa þjónustu.
-
Margir eldri borgarar ( 67 ), sem kjósa að búa í einbýli með garði, eru fullfrískir og hafa getu til að slá sína garða sjálfir.
-
Vinnuskólinn starfar yfirleitt frá 10 júní og fram í miðjan ágúst, en fyrir þann tíma þarf að slá og einnig eftir að Vinnuskóla líkur. Fyrsti sláttur er því oft mjög tímafrekur ef ekki er búið slá utan þess tíma sem Vinnuskólinn starfar. Þannig er örðugt að bjóða upp á þjónustu aðeins hluta úr sumri, þjónustu sem þarf að sinna allt sumarið.
- Vinnuskólinn hefur verið að slá um 70 garða, 4 sinnum á sumrinu.
Síðustu ár hefur enginn verktaki sýnt áhuga á því að bjóða upp á þessa þjónustu, en í fyrra sumar voru þó einhverjir unglingar sem tóku sig til og buðu upp á slíkan slátt fyrir einkaaðila.
Útgangspunkturinn er því sá að opna á slíkt tækifæri fyrir fyrir duglega og framtaksama einstaklinga í sveitarfélaginu.
Bókun skipulags- og umhverfisráðs:
Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi grassláttar fyrir eldri borgara og öryrkja. Ráðið samþykkir að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs, notendaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að vera með grasslátt í görðum fyrir eldri borgara og öryrkja.
Innheimt þóknun vegna þjónustunnar mætir aðeins litlum hluta af raunkostnaði. Sá þáttur hefur þó ekki vegið þyngst heldur sá útgangspunktur að þjónusta þá sem ekki geta séð um að slá sína garða sjálfir.
Síðustu ár hefur hins vegar komið til tals að Vinnuskólinn hætti þessari þjónustu.
Ástæðurnar eru nokkrar:
-
Vinnuskólinn á ekki og hefur í raun ekki heimildir til að vera í slíkri starfsemi í samkeppni við verktaka eða aðra einkaaðila sem hafa áhuga á að bjóða þessa þjónustu.
-
Margir eldri borgarar ( 67 ), sem kjósa að búa í einbýli með garði, eru fullfrískir og hafa getu til að slá sína garða sjálfir.
-
Vinnuskólinn starfar yfirleitt frá 10 júní og fram í miðjan ágúst, en fyrir þann tíma þarf að slá og einnig eftir að Vinnuskóla líkur. Fyrsti sláttur er því oft mjög tímafrekur ef ekki er búið slá utan þess tíma sem Vinnuskólinn starfar. Þannig er örðugt að bjóða upp á þjónustu aðeins hluta úr sumri, þjónustu sem þarf að sinna allt sumarið.
- Vinnuskólinn hefur verið að slá um 70 garða, 4 sinnum á sumrinu.
Síðustu ár hefur enginn verktaki sýnt áhuga á því að bjóða upp á þessa þjónustu, en í fyrra sumar voru þó einhverjir unglingar sem tóku sig til og buðu upp á slíkan slátt fyrir einkaaðila.
Útgangspunkturinn er því sá að opna á slíkt tækifæri fyrir fyrir duglega og framtaksama einstaklinga í sveitarfélaginu.
Bókun skipulags- og umhverfisráðs:
Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi grassláttar fyrir eldri borgara og öryrkja. Ráðið samþykkir að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs, notendaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að vera með grasslátt í görðum fyrir eldri borgara og öryrkja.
Notendaráð vill koma þeirri ábendingu á framfæri að nálgunin í ákvarðanatöku verði byggð á nánari þarfagreiningu og leggur áherslu á að betur færi á því að þjónustan byggði á færnimati umsækjanda. Önnur ábending er að tekjutengja þjónustuna í samræmi við tillögu að nýrri gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu.
6.Félagafjör Fjöliðjunnar
2502208
Félagafjör Fjöliðjunnar. Tveir leiðbeinendur Fjöliðjunnar hafa óskað eftir að fara að stað með félagsstarf fyrir fullorna fatlaða. Um er ræða að keyra tvo hópa yngri en 30 ára og 30 ára og eldri. Samveran væri í Fjöliðjunni 2x í mánuði í 2 tíma í senn. Um er ræða tímabilið febrúar til maí 2025.
Notendaráð fagnar framtaki starfsfólks Fjöliðjunnar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Notendaráð harmar mjög þá stöðu sem upp er komin í málinu. Uppbygging íbúðakjarnans sem hefur verið í undirbúningi í rúm fjögur ár er nú að nýju á byrjunarreit með tilheyrandi röskun og óvissu fyrir búsetuúrræði fatlaðs fólk á Akranesi að ógleymdu því mikla fjártjóni sem virðist blasa við bæjarfélaginu.
Notendaráðið telur mörgum spurningum ósvarað vegna þessa verkefnis, bæði í aðdraganda þess og einnig á meðan á framkvæmdum stóð, ekki síst vegna óljósra upplýsinga um stöðu málsins. Ráðið leggur því eindregið til við Bæjarstjórn Akraness að nú þegar fram fari stjórnsýslurannsókn á verkefninu í heild sinni. Meðal atriða sem ráðið telur nauðsynlegt að varpa ljósi á má nefna eftirfarandi:
1. Aðdragandi pólitískrar stefnumótunar um byggingu íbúðakjarnans.
2. Vinnulag og ákvörðun um lóðarval vegna byggingarinnar.
3. Vinnureglur vegna vals á verktaka vegna byggingarinnar.
4. Hvaða mat fór fram á þeim kostum sem til greina komu í eignar- og rekstrarformi íbúðakjarnans.
5. Hvaða breytingar urðu á útliti, innra skipulagi og efnisvali hússins á undirbúnings- og byggingartíma.
6. Hvernig var eftirliti háttað af hálfu Akraneskaupstaðar á framkvæmdatímanum, annars vegar til þess að tryggja mikla fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins og hins vegar almennt byggingareftirlit.
7. Hvaða kosti hefur sveitarfélagið í núverandi stöðu og hvernig voru þeir metnir.