Öldungaráð
Dagskrá
1.Öldungaráð
1804207
Heimsókn á hjúkrunar og dvalarheimilið Höfða
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða kynnti starfsemina. Fundarmenn þakka fyrir góðar móttökur. Öldungaráð lýsir yfir ánægju með starfsemi Höfða en lýsir um leið áhyggjum yfir löngum biðlista og einnig að óvissa tengist því að biðrýmin verða lögð af í apríl næstkomandi. Við það skapast mikil óvissa meðal starfsmanna og einnig hjá íbúum. Ákveðið að ráðið semji ályktun sem send verði til hlutaðeigandi aðila.
Fundi slitið - kl. 12:00.