Öldungaráð
Dagskrá
1.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr.125/1999 - Öldungaráð
1901119
Á fundi bæjarráðs í desember 2019 var ákveðið að óska eftir umsögn og úrvinnslu öldungaráðsins á eftirfarandi:
383. máli til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð).
Allar upplýsingar eru á meðfylgjand slóð:
https://www.althingi.is/altext/150/s/0489.html
383. máli til umsagnar - frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð).
Allar upplýsingar eru á meðfylgjand slóð:
https://www.althingi.is/altext/150/s/0489.html
Öldungaráð fagnar þeim breytingum sem fram koma í þingskjali 489-383. mál. í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Með þessum lögum er tryggt að eldri borgarar hafi rödd og geti haft áhrif á skipulag og stefnumótun þjónustunnar.
2.Dalbraut 4 - innra skipulag
1904230
Kynnt hugmynd að samráði við íbúa 60 ára og eldri varðandi starfsemi og innra skipulag miðstöðvar að Dalbraut 4.
Öldungaráð leggur til að haft verði samráð við íbúa Akraneskaupstaðar um starfsemi þjónustumiðstöðvar að Dalbraut 4. Íbúar 60 ára og eldri eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Fundi slitið - kl. 11:30.