Öldungaráð
Dagskrá
Sigurbjörg Halldórsdóttir sat fundinn en hún tekur við sem aðalfulltrúi í Öldungaráði.
1.Breyting á fulltrúa Feban í Öldungaráði
1804207
Elí Halldórsson fer út og í staðinn kemur Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Öldungaráð þakkar Elí fyrir ánægjulegt samstarf og býður Sigurbjörgu velkomna í ráðið.
2.Heilsuefling eldra fólks
2402299
Lögð fram fyrirspurn frá Jóhannesi F Halldórssyni vegna fyrirkomulags á gjaldtöku vegna sundferða og heilsueflingar.
Ákveðið að kanna hvað kostar að fella niður gjald miðað við þátttakendur sem stunda reglubundið sund.Ákveðið að fá upplýsingar frá forstöðumanni íþróttamannvirkja. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar kostnaðargreining liggur fyrir. Haft verður samráð við Daníel forstöðumann íþróttamannvirkja með upplýsingar.
3.Gott að eldast og tengiráðgjöf Akraneskaupstaður
2403161
Kynnt verður staða verkefnisins Gott að eldast og samhliða kynnt verkefni Tengiráðgjafa
Laufey Jónsdóttir tengiráðgjafi kynnti helstu áherslur við verkefnið Gott að eldast. Einnig kynnti hún nýtt starf tengiráðgjafa sem hefur það að markmiði að leita úrbóta til að efla félagslega virkni eldra fólks.
Fundi slitið - kl. 17:30.