Fara í efni  

Öldungaráð

24. fundur 06. desember 2024 kl. 10:00 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Erla Dís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Böðvar Jóhannesson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Sigurborg Halldórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
  • Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir velferðar- og mannréttindasvið
Dagskrá
Jóhannes Hreggviðsson sat fundinn sem áheyrnarfulltrú en hann tekur við sem aðalfulltrúi frá janúar 2025.

1.Gott að eldast - Sameiginlegar reglur um stuðningsþjónustu

2411004

Fyrir liggja drög að sameiginlegum reglum allra sveitarfélaga á landinu vegna stuðningsþjónustu við eldra fólk. Markmið stuðningsþjónustu er að styðja við sjálfstæði og velferð íbúa og efla og viðhalda getu þeirra til sjálfshjálpar og heilbrigðrar öldrunar. Markmiðið þeirra er ekki síst að tryggja að unnt sé að veita einstaklingum sem þurfa umfangsmeiri stuðning þann stuðning sem þeim ber. Með þáttöku Vesturlands í þróunarverkefninu Gott að eldast ber sveitarfélögum að útfæra samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í hverju sveitarfélagi sem og að endurskoða nálgun í þjónustu við eldra fólk svo hún verði markvissari og best hagað til framtíðar með hækkandi lífaldri fólks.

Meðfylgjandi eru drög að nýjum reglum.
Lagt fram til kynningar. Öldungaráð fagnar því að verið er að samræma reglur á landsvísu og vonar að það verði til að bæta þjónustu við þá sem þurfa á stuðningi að halda.

2.Málþing um starf öldungaráða sveitarfélaganna 17. október 2024

2410089

Lögð verða fram til kynningar helstu niðurstöður vinnuhópa frá málþinginu.

Einnig lögð fram til kynningar áhersluatriði frá Öldungaráði Akraness sem unnin voru út frá niðurstöðu málþingsins.

Málið verður tekið fyrir í Velferðar og mannréttindaráði þriðjudaginn 3. desember. Niðurstaða þeirrar umræðu verður kynnt á fundinum á föstudaginn.
Lagt fram til kynningar. Öldungaráð fagnar því að velferðarráð hafi tekið vel í ábendingar sem til umfjöllunar voru.

3.Öldungaráð 2022-2026

2208073

Böðvar Jóhannesson aðalmaður hefur sagt af sér sem og tekur sú uppsögn gildi frá og með 1. janúar 2025. Í hans stað kemur Jóhannes Hreggviðsson inn í ráðið.
Öldungaráð þakkar Böðvari fyrir samstarfið og býður Jóhannes velkominn til starfa.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00