Fara í efni  

Öldungaráð

25. fundur 27. febrúar 2025 kl. 10:00 - 11:30 í Mörk á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Liv Aase Skarstad formaður
  • Kristján Sveinsson aðalmaður
  • Erla Dís Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jóna Á. Adolfsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Hreggviðsson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
  • Sigurborg Halldórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Laufey Jónsdóttir ráðgjafi
  • Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna
  • Kristín Björg Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir velferðarsvið Akraneskaupstaðar
Dagskrá

1.Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2025

2411187

Málið var tekið fyrir á fundi Velferðar- og mannréttindaráðs þann 21. janúar 2025. Ákveðið var að vísa málinu til umsagnar í Öldungaráði.

Öldungaráð lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögu að fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir stuðnings- og stoðþjónustu. Jafnframt er ráðið hlynnt þeirri nálgun sem unnið er eftir varðandi greiðslu fyrir þjónustuna út frá tekjuskiptingu.

2.Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

2502154

Á fundi skipulags og umhverfisráðs 18. febrúar var umræða um grasslátt fyrir eldri borgara og öryrkja.

Eftirfarandi var bókað:

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fá álit velferðar- og mannréttindaráðs og öldungaráðs á því að vinnuskólinn hætti að vera með grasslátt í görðum fyrir eldri borgara og öryrkja.
Öldungaráð vill koma þeirri ábendingu á framfæri að nálgunin í ákvarðanatöku verði byggð á nánari þarfagreiningu og leggur áherslu á að betur færi á því að þjónustan byggði á færnimati umsækjanda. Önnur ábending er að tekjutengja þjónustuna í samræmi við tillögu að nýrri gjaldskrá stuðnings- og stoðþjónustu.

3.Öldungaráð

2208073

Samantekt á þeim verkefnum sem Öldungaráð hefur unnið frá stofnun þess.
Öldungaráð þakkar fyrir góða samantekt.

4.Breytingar á starfsmönnum Öldungaráðs

2208073

Laufey Jónsdóttir hættir störfum hjá Akraneskaupstað frá og með 1. mars 2025 og um leið sem starfsmaður Öldungaráðs.

Við hennar starfi tekur Kristín Björg Jónsdóttir forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu. Ásamt henni situr fundina Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna.





Öldungaráð þakkar Laufeyju fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00