Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)
Fundur nr. 60, miðvikudaginn 20. desember. Haldinn í stjórnsýsluhúsi Akranesbæjar. Hófst kl. 17:30.
Mættir: Jón Gunnlaugsson,
Magnús Þór Hafsteinsson,
Björn Gunnarsson
Bergþór Ólason,
Leó Jóhannesson.
Fundarefni: Gunnlaugur Haraldsson söguritari mætti á fundinn.
Á fundinum var fylgt úthlutaðri dagskrá:
1. Drög að efnisþáttum fyrri hluta I. bindis (frá landnámi ? 1700).
Rætt um örnefnalýsingar, jarðsögu og sögu landsins. Söguritari gerði ritnefnd grein fyrir sínum hugmyndum og fyrirætlunum um efnistök. Söguritari lagði fram verkáætlun v. I. bindis frá des. 2006 ? júní 2007.
2. Vinnutilhögun.
Fjallað um ýmsa verkþætti. Myndefni, töflur og kort. Ræddar ýmsar hugmyndir og áður útgefin sagnfræðirit höfð til hliðsjónar.
3. Hliðarverkefni.
Rætt um mögulega verktaka sem kann myndskreytingu, kortgerð o.fl.
4. Útgáfuhugmyndir.
Talað um hvernig hugsanlega yrði staðið að útgáfu
Samþykkt að ritnefnd og söguritari hittist á næsta fundi seinni hluta janúar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15.
Jón Gunnlaugsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)
Bergþór Ólason (sign)
Björn Gunnarsson (sign)
Magnús Þór Hafsteinsson (sign)