Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

68. fundur 02. apríl 2008 kl. 17:00 - 19:00

Fundur nr. 68.

2. apríl 2008 á skrifstofu formanns.

 


Mættir:                          Jón Gunnlaugsson,

                                      Leó Jóhannesson,

                                      Björn Gunnarsson,

                                      Magnús Þór Hafsteinsson,

 auk Gunnlaugs Haraldssonar söguritara. 


1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

2. Gunnlaugur fór yfir stöðu verksins og vinnu undanfarnar vikur.  Ljóst er að þó vel sé unnið, er verkið á eftir áætlun og kemur margt til.  Vinna við örnefni  og viðræður við einstaklinga er tímafrekt og tefur aðra verkþætti.  Gunnlaugur lagði fram ítarlegt minnisblað  um stöðuna og þar kemur fram að margt hefur áunnist.  Líklega þarf að skipta efninu í tvö bindi, en ákvörðun verður ekki tekin um það strax.  Helstu verkþættir og stærð þeirra er þessi ef um tvö bindi er að ræða.

A Handrit 1. bindis

Kafli 1    Jarðsagan ? mótun lands (15 bls.) ófrágenginn.

Kafli 2    Er kominn í spaltapróförk (115 bls.)

Kafli 3    Frá landsnámstíð til loka 13. aldar (135 bls.) er í yfirlestri og vinnslu.

Kafli 4    Tímabil 1300 ? 1700 (215 bls.).  Meirihlutinn er í yfirlestri og annað í vinnslu hjá höfundi.

 Handrit 2. bindis

Kafli 5    Átjánda öldin 1701-1800 (390 bls.)  - bíður prentvinnslu.

Kafli 6    Nítjánda öldin 1801-1850 (215 bls.) - bíður prentvinnslu.

Kafli 7    Samantekt ? yfirlit (4-5 bls.) Ósamið.

Allur blaðsíðufjöldi er áætlaður.  Eins og sjá má eru handrit nokkuð vel á veg komin, en betur má ef duga skal.

 B  Kortagerð á lokastigi.

C  Vinna við prentvinnslu, myndefni og grafíska hönnun er hafin.

D  Prófarkalestur.

Vinna er hafin, en taka þarf ákvörðun um ráðningu prófarkalesara.  Gunnlaugur gerði tillögu um að ráða Helga Magnússon til að lesa spaltapróförk og Pál Bjarnason til að lesa síðupróförk.  Formaður mun ræða þau mála við bæjaryfirvöld.

 E  Áætlun um blaðsíðufjölda.

Verkið er umfangsmikið og til að sjá umfangið, ef gefin verða út 2 bindi um þessi tímabil sem nú er unnið að, má ætla að fyrra bindið geti orðið um 260 bls.  og það síðara um 315 bls.  Að auki er myndefni, rammagreinar, skrár, efnisyfirlit o.fl.   

F  Verklok

Nokkrar umræður urðu um stöðu verksins og hugsanleg verklok þess.  Úr því sem komið er má leiða að því líkur að verklok gætu ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi í sumarlok í ár.

Nokkrar umræður urðu einnig um framgang verksins á næstu vikum og mun formaður kynna sér málið varðandi stöðuna eins og hún er í dag.

 3.       Örnefnakort.

 Söguritari fór yfir örnefnakort og ljóst er að þar hefur verið unnin gríðarlega mikil vinna sem gefur heildarmynd verksins frábært yfirbragð.  Fundarmenn lýstu ánægju með kortin.

 

                                           Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

                                           Jón Gunnlaugsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00