Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)
81. fundur 7. júní 2011.
Mættir: Jón Gunnlaugsson
Leó Jóhannesson
Guðjón Guðmundsson
Bergþór Ólason
Björn Gunnarsson
Auk þeirra sátu fundinn Árni Múli Jónasson bæjarstjóri og Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar.
Fundarefni:
Rætt um útgáfu þeirra tveggja binda sem komin eru út og þeirri gagnrýni sem birtist í grein í Skessuhorni 1. júní sl.
Að gefnu tilefni vill nefnd um ritun sögu Akraness taka fram:
,,Saga Akraness bindi I-II eftir Gunnlaug Haraldsson er stórt og glæsilegt verk sem lengi hefur verið beðið eftir. Nefndin fagnar útgáfu þess.
Heiðurinn er samt fyrst og fremst höfundar og allra þeirra fjölmörgu sem unnu með honum að frágangi þess. Eiga þeir þakkir skyldar.
Vandað var til verksins að fremsta megni. En vegna hins gríðarlega umfangs er þess að vænta að finna megi þar einhverja missmíði. Nefndin fagnar öllum vinsamlegum ábendingum þar um sem og allri uppbyggilegri gagnrýni. Hafa skal það sem sannara reynist.
Nefndin harmar hinsvegar þau stóryrði sem viðhöfð voru um höfundinn og verk hans í blaðagrein í Skessuhorni þann 1. júní 2011 og vísar þeim til föðurhúsa.
Nefndin lýsir yfir fullu trausti á verðleika höfundar til fræðistarfa og hvetur bæði hann og bæjaryfirvöld til að halda verki áfram."
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Jón Gunnlaugsson (sign)
Leó Jóhannesson (sign)
Björn Gunnarsson (sign)
Bergþór Ólason (sign)
Guðjón Guðmundsson (sign)