Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
52. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Stillholti 16 - 18, mánudaginn 1. mars 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: Magnús Guðmundsson Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Eydís Aðalbjörnsdóttir Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mættir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi og Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
1. Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030040
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur að endurskoðun á deiliskipulagi hafnarsvæðis. Hafnarstjórn hefur samþykkt fyrirliggjandi tillögu.
Kynnt tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis.
Nefndir tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu og óskar eftir að endanleg tillaga verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin telur nauðsynlegt að í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags verði kannað með frekari landfyllingar sunnan aðalhafnargarðs.
2. Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag Mál nr. SU030022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lokatillaga að deiliskipulagi í klasa 5 og 6 í Flatahverfi.
Hjördís og Dennis lögðu fram tillögu að skipulagi klasa 5 og 6 ásamt tillögu að skipulagi á svæði meðfram Þjóðbraut. Tillagan gerir ráð fyrir að á svæðinu meðfram Þjóðbraut verði 13 lóðir fyrir einbýlishús, tvær lóðir fyrir parhús og ein fjölbýlishúsalóð.
Skipulagsnefnd samþykkir að hluti svæðisins með Þjóðbraut í framhaldi af klasa 5 verði skipulagður með klasa 5 og 6 en hluti svæðisins næst Esjubraut verði látinn bíða.
3. Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030060
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Breyting á deiliskipulagi í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna einbýlishúsalóða meðfram Innnesvegi og Garðagrund. Tillaga frá Kanon arkitektum.
Nefndin leggur til að unnið verði áfram með hugmynd arkitektanna en óskar eftir að kannað verði með fækkun lóða um tvær og byggingarreitur verði rýmkaður. Opnað verði fyrir þann möguleika að koma fyrir tveimur íbúðum í húsi.
4. Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting Mál nr. SU030044
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Lokatillaga frá Hönnun að deiliskipulagsbreytingu Akratorgsreits á Hvítanesreit.
Tillaga Hönnunar að deiliskipulagsbreytingu lögð fram og rædd.
Fram kom á fundinum að verktakinn hefur kynnt nýjar hugmyndir sem víkja nokkuð frá framlagðri tillögu. Jafnframt hefur bæjarráð gert samkomulag við verktakann um framkvæmdir á reitnum.
Ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þar til málið hefur skýrst frekar.
Lárus Ársælsson tók ekki þátt í afgreiðslu tillögunnar.
5. Arnardalsreitur, endurskoðun deiliskipulags Mál nr. SU040020
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags 20. febrúar 2004 sem beinir þeim tilmælum til skipulags- og umhverfisnefndar að deiliskipulag svæðisins milli Merkigerðis og Stillholts verði tekið til endurskoðunar m.a. á grundvelli fyrirliggjandi skýrslu Gylfa og félaga og í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu.
Endurskoðun á deilskipulagi Arnardalsreits er á framkvæmdaáætlun og mun hefjast fljótlega.
6. Skipulagsskýrsla 2003, drög Mál nr. SU040017
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulagsskýrsla 2003.
Lögð fram.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með skýrsluna og samþykkir að vísa henni til bæjarráðs.
7. Deiliskipulag, staða Mál nr. SU040018
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Yfirtlit yfir skipulagsverkefni.
Lagt fram. Ákveðið að senda bæjarráði yfirlitið til kynningar.
8. Skipulagsráðgjafar, yfirlit yfir umsækjendur Mál nr. SU040022
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir grein fyrir umsækjendum sem sóttu um að vera á skrá yfir skipulagsráðgjafa hjá Akraneskaupstað.
Lagt fram. Formaður nefndarinnar og sviðsstjóri munu leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.
9. Lagafrumvörp, umsagnir Mál nr. SU040015
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Minnisblað skipulagafulltrúa vegna bréfs umhverfisnefndar Alþingis dags. 12. febrúar 2004 þar sem frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlaga er sent til umsagnar.
Breytingarnar varða mat á umhverfisáhrifum og sér nefndin ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir vegna þeirra.
10. Café 67, Stillholti 16-18, endurnýjun leyfis til áfengisveitinga Mál nr. SU040021
Bréf Akraneskaupstaðar dags. 16. febrúar 2004 þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um umsókn frá Gunnari Leiri Stefánssyni, kt. 280656-2409 um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyrir Café 67, Stillholti 16-18, Akranesi. Einnig umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2004.
Lagt fram.
11. Kirkjubraut 12, niðurrif (000.873.01) Mál nr. BN040023
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Byggingarfulltrúa, 26. febrúar. 2004.
Umsókn Þorvaldar Vestann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að láta rífa og fjarlægja húseignina.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að húsið verði rifið.
12. Breytingar á starfi skipulagsfulltrúa, Mál nr. SU040023
Nefndarformaður gerði grein fyrir breytingum sem nú verða á störfum skipulagsfulltrúa en ákveðið hefur verið að hún muni einbeita sér að vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins þann tíma sem eftir er af starfstíma hennar en ráðningarsamningur Ólafar rennur út 30. júní n.k..
Sviðsstjóri mun sinna undirbúningi funda nefndarinnar og afgreiðslu samþykkta hennar.
Lárus óskaði eftir að bókað yrði fyrir hönd fulltrúa minnihlutans í skipulagsnefnd að þeir hafi þungar áhyggjur af þeirri þróun sem felst í ákvörðun bæjarstjórnar að leggja niður starf skipulagsfulltrúa í núverandi mynd á sama tíma og skipulagsvinna verður sífellt umfangsmeiri í sveitarfélaginu.
Nefndarmenn færðu Ólöfu kærar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og óskuðu henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10