Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
72. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 6. september 2004 kl. 16:00.
Mættir á fundi: |
Magnús Guðmundsson formaður Bergþór Helgason Lárus Ársælsson Kristján Sveinsson Edda Agnarsdóttir |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi sem ritaði fundargerð |
1. |
Borgir - Þjóðvegur 17, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040061 |
040754-7419 Hjörleifur Jónsson, Jörundarholt 26, 300 Akranesi
Grenndarkynning v. breytinga á deiliskipulagi á Þjóðvegi 17. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga um deiliskipulagsbreytingu verði send bæjarstjórn til samþykktar.
2. |
Flatahverfi klasi 1 og 2 - v/Eyrarflöt 2, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040012 |
450901-3420 Leiguliðar ehf, Garðsstöðum 62, 112 Reykjavík
Grenndarkynning v. breytinga á deiliskipulagi við Eyrarflöt 2. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði send bæjarstjórn til samþykktar.
3. |
Smiðjuvellir - Esjubraut 47, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040052 |
090157-2489 Runólfur Þór Sigurðsson, Leynisbraut 37, 300 Akranesi
Teikning með greinargerð frá Runólfi Sigurðssyni tæknifræðingi lögð fram.
Nefndin vísar í bókun nefndarinnar frá 17. ágúst 2004 þar sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi með smávægilegum breytingum vegna bílastæða. Nefndin ítrekar tilmæli frá fyrri bókun um að æskilegt væri að lagerbygging verði ekki nær Esjubraut en bygging á Kalmansvöllum 2. Breytingin verði auglýst skv. 1 mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
4. |
Grenjar,Vesturgata - Vesturgata 53, breytt notkun á húsnæði |
|
Mál nr. SU040062 |
040146-2299 Daníel Daníelsson, Furugrund 29, 300 Akranesi
Grenndarkynning vegna breytinga á húsi úr skemmtistað í íbúðarhús. Eitt bréf með athugasemdum í 3 liðum barst frá eigendum á Krókatúni 3.
Athugasemdir bárust frá íbúum við Krókatún 3. Ekki eru gerðar athugasemdir við breytta notkun hússins en lagfæring verði gerð á afstöðumynd skv. athugasemdum. Aðrar athugasemdir sem fram komu snúa að byggingarnefnd. Lagt er til að breytingin verði send bæjarstjórn til samþykktar.
5. |
Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU030040 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf Unnsteins Gíslasonar f.h. Skipulagsstofnunnar dags 30. ágúst 2004.
Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að láta gera breytingar á deiliskipulagsuppdrætti samkvæmt ábendingum Skipulagsstofnunnar og að láta vinna breytingar á aðalskipulagi samhliða. Tillögur verði lagðar fyrir nefndina sem fyrst.
6. |
Grenjar, Vesturgata, Bakkatún 16 - viðbygging og lenging bílskúrs |
|
Mál nr. SU040049 |
310159-2129 Sturla J Aðalsteinsson, Bakkatún 16, 300 Akranesi
Umsókn og teikningar Sturlu Aðalsteinssonar kt. 310159-2129 um stækkun bílskúrs og viðbyggingar við anddyri skv. bókun skipulags og umhverfisnefndar frá 17. maí 2004. Grenndarkynning skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Á fundi nefndarinnar 17. maí 2004 var bókað að skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemd við breytinguna og hefur grenndarkynning farið fram fyrir eigendum Bakkatúni 18 án athugasemda.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að breytingin verði send bæjarstjórn til samþykktar.
7. |
Miðbæjarreitur, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SU040063 |
440403-3010 Skagatorg ehf, Stillholti 18, 300 Akranesi
Ný tillaga að breytingu lögð fram ásamt skýringum þar sem búið er að færa inn athugasemdir frá síðasta fundi.
Nefndin samþykkir framlagðar breytingar með smávægilegum leiðréttingum.
Breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
8. |
Akratorgsreitur - Sunnubraut 12, fyrirspurn |
|
Mál nr. SU040029 |
130863-5319 Guðrún Margrét Jónsdóttir, Sunnubraut 12, 300 Akranesi
Bréf eiganda Sunnubrautar 12, dags.28.08.2004, varðandi stækkun húseignarinnar.
Á fundi nefndarinnar þann 22. mars 2004 var eftirfarandi bókun gerð: "Umbeðin breyting rúmast ekki innan gildandi skipulagsskilmála. Nefndin getur fallist á u.þ.b. 10 % hærra nýtingarhlufall en leggst gegn því að svalir nái út fyrir lóðamörk að norðanverðu."
Á fundi nefndarinnar 17. maí 2004 var eftirfarandi bókað:"Lagðar voru fram upplýsingar um nýtingarhlutfall nærliggjandi lóða sem unnar voru af verkfræðistofunni Hönnun. Í ljósi nýrra upplýsinga telur nefndin ekki ástæðu til að breyta bókun sinni frá 22. mars s.l."
Núverandi nýtingarhlutfall á Sunnubraut 12 er 0,63. Í samræmi við fyrri afgreiðslur nefndarinnar er heimiluð hækkun á nýtingarstuðli í 0,7.
9. |
Breiðin, Bárugötu 15, Leyfi til áfengisveitinga |
|
Mál nr. SU040075 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 31. ágúst 2004, varðandi umsögn vegna umsóknar Trausta Ágústssonar kt. 071281-3109 Hæðarsmára 6, Kópavogi f.h. T10 ehf. um áfengisveitingar fyrir veitingastaðinn Breiðina við Bárugötu 15.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs.
10. |
Aðalskipulagsbreyting, breyting v. Garðalundar og klasa 5 og 6 |
|
Mál nr. SU040068 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Breyting á aðalskipulagi vegna breytinga á deiliskipulagi
Tillaga frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lögð fram.
Samþykkt að auglýsa framkomna tillögu að breyttu aðalskipulagi . Breytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 21. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
11. |
Brautir - Vallarbraut, deiliskipulag, lóðir undir raðhús |
|
Mál nr. SU040057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Teikningar og greinargerð frá Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt lagðar fram til samþykktar.
Tillaga að deiliskipulagi samþykkt með athugasemd um skýrari lóðamörk.
Breytingin verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
12. |
Fjárhagsáætlun, umræður vegna fjárhagsáætlunar |
|
Mál nr. SU040076 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun 2005 v/skipulagsmála.
Ákveðið var að taka málið til umræðu á næsta fundi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20.