Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
28. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 10. apríl 2007 kl. 17:00.
Mætt á fundi: |
Bergþór Helgason Helga Jónsdóttir Björn Guðmundsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J.Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð |
1. |
Skógahverfi, deiliskipulag - 2. áfangi |
|
Mál nr. SU060019 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Skipulags- og byggingarnefnd auglýsti nýtt deiliskipulag 2. áfanga Skógahverfis samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997.
Engar athugasemdir bárust.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagið verði samþykkt.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur jafnframt til að götur hverfisins fái eftirtalin nöfn:
Akralundur, Álfalundur, Baugalundur, Blómalundur, Eyrarlundur, Fagrilundur, Fjólulundur, Geislalundur, Hagalundur, Hjallalundur, Kvistalundur, Lækjarlundur, Rósalundur, Sunnulundur og Tjarnarlundur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00