Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)
36. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 13. ágúst 2007 kl. 16:00.
Mætt á fundi: |
Hrafnkell Á Proppé Bergþór Helgason Helga Jónsdóttir Guðmundur Páll Jónsson |
Auk þeirra voru mætt: |
Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Guðný J. Ólafsdóttir, sem ritaði fundargerð |
1. |
Kalmansvík, rammaskipulag |
|
Mál nr. SU050057 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson og Gylfi Guðjónsson arkitektar mættu á fundinn. Til umræðu var rammaskipulag fyrir Kalmansvík/Hausthús og voru hugmyndir ræddar og þeim falið að vinna áfram að rammaskipulagi svæðisins.
2. |
Kirkjubraut, deiliskipulag |
|
Mál nr. SB060139 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Árni Ólafsson og Gylfi Guðjónsson mættu á fundinn og viðruðu hugmyndir að deiliskipulagi Kirkjubrautar og nágrennis. Ákveðið var að halda almennan kynningarfund og fá fram skoðanir bæjarbúa á skipulagi svæðisins.
3. |
Krókatún - Deildartún, deiliskipulag |
|
Mál nr. SB070111 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillögur frá síðasta fundi ræddar.
Nefndin felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga.
4. |
Ketilsflöt 2 og 4, deiliskipulagsbreyting |
|
Mál nr. SB070098 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Deiliskipulagsbreyting vegna byggingu nýs leikskóla var auglýst skv. 26. gr. byggingar og skipulagslaga.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
5. |
Hvalfjarðasveit, samstarf |
|
Mál nr. SB070150 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 9. ágúst þar sem óskað er eftir umsögn um hvort ávinningur gæti verið af víðtækara samstarfi á milli sveitarfélaganna en nú er.
Erindið rætt og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
6. |
Önnur mál |
Þar sem ég er að halda utan til náms vil ég kveðja ykkur með eftirfarandi bókun:
,,Um leið og ég þakka ánægjulegt samstarf vil ég hvetja fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd að viðhalda þeim markmiðum sem sett voru í aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Sérstaklega vil ég minna á það undirmarkmið sem lítur að yfirbragði byggðar en þar segir m.a. ?Á Akranesi verði byggð að jafnaði ekki hærri en þrjár til fjórar hæðir. Frávik til hækkunar verði markviss og rökstudd.?
Hrafnkell Á. Proppé (sign)
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Hrafnkatli Proppé fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.30