Fara í efni  

Skipulags- og byggingarnefnd (2006-2008)

51. fundur 17. mars 2008 kl. 16:00 - 17:30

51. fundur skipulags- og byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 17. mars 2008 kl. 16:00.

______________________________________________________

 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson

Helga Jónsdóttir

Bergþór Helgason

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Valsson

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs

Runólfur Þ. Sigurðsson byggingarfulltrúi sem ritaði einnig fundargerð

_____________________________________________________________

 

1.

Dalbraut 8, breyting á bílastæðum

(000.592.02)

Mál nr. SB080027

 

551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík

Umsókn Jökuls Jónssonar kt. 270575-4209 frá Almennu Verkfræðistofunni ehf.  f.h. Orkuveitu Reykjavíkur um að setja bílastæði á lóð við götulínu og færa gangstétt framan við hús samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. 

Áður hafði verið gerð fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar um álit á þessu fyrirkomulagi þar sem tekið var jákvætt í málið þar sem fyrirkomulag væri í samræmi við fyrirkomulag aðliggjandi lóða. 

 

Gjöld: 9.357,- kr

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 06.03.2008

 

 

2.

Asparskógar 4, nýtt fjöleignarhús

(001.637.12)

Mál nr. SB070129

 

700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík

Umsókn Brynjars Kt: 141265-4829 f.h. Trésmiðju Snorra Hjartarsonar um heimild til að reisa þriggja hæða fjöleignarhús með 14 íbúðum samkvæmt aðaluppdráttum Steinars Sigurðssonar arkitekts.

 

Stærðir:  1200,9m2   og 3888,9m3

 

Gjöld:   13.970.031,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.03.2008

 

 

3.

Asparskógar 2, nýtt fjöleignarhús

(001.636.15)

Mál nr. SB080028

 

700189-2369 Trésmiðja Snorra Hjaltason hf, Kirkjustétt 2-6, 113 Reykjavík

Umsókn Brynjars Kt: 141265-4829 f.h. Trésmiðju Snorra Hjartarsonar um heimild til að reisa tveggja hæða fjöleignarhús með 9 íbúðum samkvæmt aðaluppdráttum Steinars Sigurðssonar arkitekts.

 

Stærðir:  803,6m2   2745,0m3

 

Gjöld:   9.415.926,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 07.03.2008

 

 

4.

Esjubraut 47, stöðuleyfi gáma

(000.543.01)

Mál nr. SB080029

 

520171-0299 Húsasmiðjan hf, Holtavegi 10, 104 Reykjavík

Umsókn Skúla H. Guðbjörnssonar kt. 240165-3179 f.h. Húsasmiðjunnar Akranesi um stöðuleyfi fyrir 5 gámum á lóð Húsasmiðjunnar og einnig á lóð Smiðjuvalla 1.

Gámum er raðað samkvæmt meðfylgjandi rissi. Meðfylgjandi er einnig lóðaleigusamningur Húsasmiðjunnar vegna Smiðjuvalla 1.

Gámum er raðað meðfram lóðamörkum og mynda skermingu inn á lóðina. Á gámana verða verða skrúfaðar litaðar plötur að götuhlið. á milli gáma verður sett upp grindverk í 1,8m hæð og gengið frá með snyrtilegum frágangi.

 

Gjöld:  56.145,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10.03. 2008

Stöðuleyfi er veitt í eitt ár.  Gámum skal raðað þannig að þeir hindri ekki gangstéttargerð meðfram Smiðjuvöllum.

 

 

5.

Eikarskógar 12, stækkun og breyting á húsi

(001.636.25)

Mál nr. SB080030

 

151231-4039 Janus Bragi Sigurbjörnsson, Ásabraut 10, 300 Akranesi

Umsókn Sævars Matthíassonar f.h. Janusar Braga Sigurbjörnssonar um að breyta  áður samþykktu húsi sem samþykkt var 10.05.2007.  Verið er að stækka húsið og stokka fyrirkomulagi og útliti þess upp samkvæmt aðaluppdráttum Kristins Ragnarssonar arkitekts.

Einnig er verið að skipta um aðalhönnuð. Meðfylgjandi er samþykki  Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts þar sem hann segir sig af því húsi sem samþykkt var fyrir frá honum á lóðinni.

 

Stækkun:

                    íbúð.  3,6m2   168,7,0m3

                    Bílg.   9,8m2       -12,7m3

 

Gjöld:   279.089,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 12.03.2008

Bygginarleyfi framlengist til 10. júní 2008 vegna þessara breytinga og skulu framkvæmdir þá hafnar á lóðinni.

 

 

6.

Holtsflöt 9, stækkun kjallara og innbyrðis breytingar

(001.858.04)

Mál nr. SB080031

 

530289-1339 JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur

Umsókn Páls Gunnlaugssonar kt.  210552-2199 arkitekts f.h. BJ byggingarfélags ehf. um að stækka húsið um uppfyllt rými í kjallara og auka nýtanlegt rými þar, ásamt hliðrun innbyrðis á nokkrum eignarrýmum á íbúðum hússins, samkvæmt aðaluppdráttarteikningum Páls Gunnlaugssonar arkitekts.

 

Stærðaraukning kjallara er 72,6m2 og 199,6m3

 

Gjöld:  452.993,- kr.

Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 13.03.2008

 

 

7.

Skólabraut 9, fyrirspurn vegna tengibyggingar yfir lóðamörk

(000.866.18)

Mál nr. SB080032

 

221248-2879 Indriði Valdimarsson, Furugrund 46, 300 Akranesi

Fyrirspurn byggingarfulltrúa um álit skipulags- og byggingarnefndar um að sett yrði tengibygging á milli Skólabrautar 9 (Gamli iðnskólinn) og Skólabraut 13 ( Vinaminni ) Tengibygging þessi yrði yfir lóðarmörkin og að mestu úr gleri.  Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að bygging tengibyggingar kallar á deiliskipulagsbreytingu. Einnig mun nefndin setja fram ákveðnar kröfur í deiliskipulagi um form og gerð tengibyggingar á grundvelli þess að um er að ræða gamallt hús (gamli iðnskólinn) byggt 1924 sem er hluti af sögu og menningu bæjarins.

 

 

8.

Vísun frá bæjarráði, bæklingur um umhverfi og heilsu barna í norrænum leikskólum

 

Mál nr. SB080033

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vísun bæjarráðs Akranes til skipulags og byggingarnefndar  varðandi bækling um "Umhverfi og heilsu barna í norrænum leikskólum" sem norræna ráðherranefndin hefur gefið út.

Lagt fram, afgreiðslu frestað.

 

 

9.

Vísun frá bæjarráði, ný frumvörp um byggingar- og skipulagsmál

 

Mál nr. SB080034

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Vísun frá bæjarráði Akranes þar sem óskað er umsagnar byggingar- og skipulagsnefndar  vegna  eftirtalinna frumvarpa  Alþingis:

Skipulagslög, 374, mál, heildarlög, www.althingi.is/altext/s/0616.html

Mannvirki,375. mál,heildarlög, www.althingi.is/altext/s/0617.htm

Brunavarnir,  376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar og fl. www.althingi.is/altext/s/0618.htm.

Nefndin ákvað að halda aukafund um málið þann 25.03.2008 kl. 16:00.

 

 

10.

Gangbrautir og merkingar á Skarðsbraut, bréf skólastjóra leikskóla Vallasels

 

Mál nr. SB080035

 

 

Bréf leikskólastjórans Vallarseli, Brynhildi B. Jónsdóttur þar sem þess er farið á leit að merktar verði gangbrautir, með viðeigandi merkjum, á Skarðsbraut við leikskólann Vallarsel.

Lagt fram, sviðstjóra falið að leggja fram tillögu fyrir næsta fund.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00